Réttur - 01.08.1952, Síða 30
222
R É T T U R
ferða, því að verkfall í iðnaðinum hérna á þessum tíma
hefði komið mjög við eigendur verksmiðjanna. Hinsvegar
er rétt að taka það fram, að Iðju-fólkið brást mjög drengi-
lega við er til þess var leitað eftir fé í verkfallssjóð.
Sveinafélag járniðnaðarmafina, Sjómannafélag Akureyr-
ar og Vélstjórafélag Akureyrar samþykktu samúðarverk-
fall og voru öll komin með i verkfallið áður en því lauk.
Lögðu þau til menn í verkfallsstjóm og til verkfallsvörslu.
Sérstaklega ber að geta öflugrar þátttöku járniðnaðar-
manna. Var það orðinn æði mikill fjöldi manna, sem að
lokum hafði komið til starfa á einn eða annan hátt. Lögðu
margir mjög hart að sér og kom þarna fram mikill bar-
áttuvilji og félagsþroski.
Bílstjórafélag Akureyrar fékk sömu tilmæli og hin fé-
lögin, en fór undan í flæmingi, þar til það var loks fellt
daginn áður en samningar tókust, að fara í samúðarverk-
fall. Voru þó flestir bílar stöðvaðir vegna bensínleysis.
Hafði félagið lítinn sóma af þessu máli.
Segja má að samúð bæjarbúa almennt með verkfalls-
mönnum hafi verið mikil. Launþegar við hin ýmsu störf
skildu það, að þarna var verið að berjast fyrir þeirra hags-
munum. Reynslan hafði kennt þeim, að verkalýðssamtökin
hafa forystuna í hagsmunabaráttu launþega almennt.
Strax í upphafi annarrar verkfallsvikunnar var hafin hér
söfnun í verkfallssjóð. Var strax hafin úthlutun fjár er
nokkuð hafði safnast. Þörfin var mjög brýn, því að atvinna
hafði verið rýr að undanförnu. Söfnuðust alls kr. 14.610.00
í verkfallssjóðinn. Var úthlutað til 50 heimila.
Ekki varð þess vart undir lokin, að neitt lát væri á bar-
áttuhug verkfallsmanna. En þótt þeir væru ekki ánægðir
með þá samninga sem tókust, þá gerðu þeir sér ljóst, að
ekki þýddi að reyna að halda lengur áfram. Það olli þó
nokkurri gremju í garð samninganefndarinnar, að hún lét
undir höfuð leggjast, að tryggja félögunum utan Reykja-
vikur sömu útsvarshlunnindi og félögunum í Reykjavík.