Réttur - 01.08.1952, Qupperneq 40
232
RÉTTUR
í ársbyrjun 1952 var iðnaðarframleiðslan í líetúvsku sovétlýð-
veldinu 140%, lettneska sovétlýðveldinu 260% og eistneska sovét-
lýðveldinu 310% meiri en fyrir stríð — en á sama tíma var iðn-
aðarframleiðslan í Noregi, Hollandi og Belgíu aðeins örlítið meiri
en fyrir stríð, og það enda þótt sovétlýðveldin hafi orðið fyrir
langtum meiri stríðseyðingu en þau.
Vert er að veita því athygli að í hinu gamla Lettlandi auðvalds-
skipulagsins jókst iðnaðarframleiðslan einungis um 50% frá 1913
til 1939 samkvæmt hinum ýktu hagskýrslum stjórnendanna sjálfra,
en í hinu nýja Lettlandi jókst iðnaðarframleiðslan á ellefu árum —
frá 1940 til 1951 — um 260%, þrátt íyrir þá eyðingu sem styrjöldin
og hernám óvina ullu.
Svipuð afrek hafa verið unnin í þróun landbúnaðarins.
Síðan samyrkjubúskapurinn sigraði í Sovétríkjunum hefur land-
búnaðinum í sovétlýðveldunum stöðugt farið fram. Samyrkju-
skipulagið er einn mesti ávinningur sovétstjórnarfarsins, vegna
þess að það leiddi bændaalþýðuna inn í starfið að uppbyggingu
sósíalismans, skapaði nýja, einstæða möguleika fyrir framþróun
allra greina landbúnaðar og skapaði einnig skiiyrði til stöðugra
umbóta á hag og menntun milljóna bænda.
Árangurinn er að nú höfum við í öllum sovétlýðveldunum
sósíalistiskan landbúnað á grundvelli stórframleiðslu, sem sendir
mikið magn á markað, beitir nýjustu aðferðum búnaðarvísinda og
er birgari að síðustu gerðum véla en landbúnaður í nokkru oðru
landi.
Þetta er hægt að sjá í sérhverju lýðveldi í Sovétríkjunum en ég
ætla aftur að taka dæmi af austlægu lýðveldunum, þar sem land-
búnaður var eins og alkunnugt er mest á eftir tímanum áður en
sovétstjórnin komst á, þar vissu menn ekki einu sinni að ein-
földustu jarðyrkjuvélar væru til.
Nú starfa á ökrum samyrkju- og ríkisbúa í sósíalistisku sovét-
lýðveldunum Úsbekistan, Kasakstan, Kirgisistan, Túrkmenistan
og Tajikistan 121.000 dráttarvélar (15 hestöfl að meðaltali), 23.000
uppskeruvélasamstæður, 102.000 vélar til að sá, rækta og skera upp
baðmull, og hundruð þúsunda annarra landbúnaðarvéla og verk-
færa. Hvað snertir tæknibúnað er landbúnaðurinn í austlægu
sovétlýðveldunum fremri háþróuðustu auðvaldslöndum Evrópu.
Tökum dráttarvélafjöldann til dæmis. í Sovét-Úsbekistan eru
14 dráttarvélar á hverja þúsund ræktaða hektara en í Frakklandi
eru einungis sjö dráttarvélar og á Ítalíu aðeins fjórar dráttarvélar
á jafn stóra landspildu og þær aflminni. Varla er þörf á að taka
það fram að tala dráttarvéla í notkun í austrænum löndum utan