Réttur


Réttur - 01.08.1952, Síða 45

Réttur - 01.08.1952, Síða 45
RETTUR 237 Stalín stefnuna í þjóðernamálunum og gerði þannig mögulegan algeran og,.endanlegan ósigur herraþjóðar-þjóðrembings, borgara- legrar þjóðernisstefnu og borgaralegrar heimsborgarahyggju. Hin mikla þjónusta, sem foringi flokks okkar, félagi Stalín, innti af höndum, er að með viturlegri forystu sinni gerði hann mögulega endurfæðingu og einstæðan vöxt efnislegs og andlegs þróttar allra þjóða lands okkar (lófatak), að hann sameinaði þær órjúfandi tengslum bróðurlegrar vináttu og beindi átökum þeirra að einu marki — eflingu máttar lands okkar og sigri kommúnism- ans. (Langvinnt lófatak). Árangursrík þróun sósíalistiskra þjóða eins og fjölþjóðaríkis okkar hefur gífurlega alþjóðlega þýðingu. Af dæmi okkar fær verkalýðsstéttin í auðvaldslöndunum eygt sína eigin leið til frelsunar undan arðráni, fátækt og atvinnuleysi, frá vaxandi hættu á því að fasisma verði komið á. Af dæmi okkar fá þjóðir nýlendnanna og hálfnýlendnanna eygt sína eigin leið frá kúgun og réttindaleysi til frelsis og sjálfstæðis, frá átökum og úlfúð þjóða í milli til bróðurlegrar vináttu þjóðanna, frá sulti og fátækt til velmegunar, frá menningarleysi og frum- stæðri menningu til blóma menningar, vísinda og lista. Öll söguþróunin staðfestir betur og betur orð foringja flokks okkar, félaga Stalíns: „Við erum nú að komast á það stig þegar sósíalisminn getur gerzt (hefur í rauninni þegar gerzt!) frelsun- arfáni milljónanna, sem byggja hinar víðáttumiklu nýlendur heims veldisstefnunnar. “ Hugsjónir frelsis og sjálfstæðis þjóðanna, hugsjónir sósíalism- ans, hafa breiðzt til fjarlægustu afkima undirokuðu landanna. Þjóðirnar, sem eru að berjast fyrir lausn sinni, vita að með þeim standa hinar miklu herbúðir friðar og lýðræðis, að Sovétríkin, kínverska alþýðuríkið, og alþýðuríkin halda uppi málstað friðar, sjálfstæðis, frelsis og raunverulegs jafnréttis allra kynþátta og þjóða, og að sjálf tilvera þessara ríkja heldur í hemilinn á myrkra- öflum afturhaldsins og veitir hinum kúguðu þjóðum lið í baráttu þeirra. í vanmætti sínum gagnvart rísandi þjóðfrelsishreyfingu æpa valdamenn Bandaríkjanna og annarra auðvaldsríkja það út um all- an heim að baráttan, sem hinar kúguðu þjóðir heyja gegn undir- okurum sínum sé afsprengi sovétáróðurs í Austurlöndum. Félagi Stalín svaraði þessum seinheppnu, borgaralegu stjórn- málamönnum fyrir mörgurri árum. Félagi Stalín sagði: „Við erum sakaðir um að reka áróður í Austurlöndum............ Við þurfum ekki að reka áróður í Austurlöndum. Sérhver þegn

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.