Réttur


Réttur - 01.08.1952, Page 49

Réttur - 01.08.1952, Page 49
RETTUR 241 kennir honum að sjá fyrir rás óorðinna atburða og beinir honum brautina til árangursríkrar framkvæmdar meginverkefnanna. Merkisviðburður í kenningarlegu lífi flokksins er frekari fram- þróun félaga Stalíns á fræðikenningu Marx og Lenins í riti hans Efnahagsvandamál sósíalismans í Sovétríkjunum. Reglur þær og niðurstöður, sem félagi Stalín setur fram í þessu riti eru sérstaklega þýðingarmiklar vegna þess að með þeim hefst nýr kafli í þróun marx-lenínskra vísinda og þær eru órjúfanlega tengdar helztu hagnýtu viðfangsefnunum við uppbyggingu komm- únisma í Sovétríkjunum. Eins og við vitum breyttu Marx og Engels sósíalismanum úr draumsýn í vísindi. Hinn mikli Lenín þroskaði marxismann og kom fram með kenninguna um sósíal- istiska ríkið og aðferðirnar til að koma á stéttlausu þjóðfélagi í landi okkar. Flokkur okkar framkvæmdi þessa kenningu undir forystu Stalíns og vann heimssögulegan sigur: sósíalisminn var ummyndaður úr hugsjón hinna snjöllustu mannshuga í veruleika. Sovéfþjóðin byggði upp sósíalisma, og land okkar er komið á stig þróunar í áföngum frá sósíalisma til kommúnisma. Þetta hefur fengið flokknum til úrlausnar ný viðfangsefni í marx-lenínskri fræðikenningu. Hvað þarf að framkvæma til að búa í haginn fyrir breytinguna frá sósíalisma til komrryínisma? Hvað þarf að gera til að framkvæma það? Hver eru meginlögmál þessa merkilega tímabils sögunnar? Jæja, félagi Stalín hefur veitt okkur skýr og greinargóð svör við þessum aðkallandi og þýðingar- miklu vandamálum þróunar sovétþjóðfélags okkar, svör sem varpa birtu yfir þá leið, sem flokkur okkar og sovétþjóðin verður að ganga. Það er engum vafa bundið að þing okkar og flokkur okkar í heild mun fallast á kenningar félaga Stalíns varðandi skilyrði og aðferðir til að koma í framkvæmd ummyndun stig af stigi frá sósíalisma til kommúnisma sem baráttustefnuskrá sína fyrir upp- byggingu kommúnisma. (Hávært og langvarandi lófatak). Flokkur okkar og öll sovétþjóðin fagnaði af mikilli hrifningu þessari Stalín-stefnuskrá. Hún ljær ímyndunarafli sovétþjóðar- innar vængi og fyllir hana innblæstri til að vinna ný hetjuafrek í þágu hinna miklu hugmynda Leníns og Stalíns. (Lófatak). Sigursæl sókn okkar eftir leiðinni til kommúnismans mun verða ótæmandi innblástursuppspretta fyrir verkalýðsstéttina og alla erfiðismenn í öllum löndum í byltingarbaráttu þeirra. fyrir friði, lýðræði og sósíalisma. Þessa sögulegu daga nítjánda flokksþingsins er sovétþjóðin, sem er sterk í einingu sinni, sameinaðri en nokkru sinni fyrr um sinn 16

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.