Réttur - 01.08.1952, Síða 53
RETTUR
245
þeir framleiddu í Saudi-Arabíu 13 dollara (eða 210 kr.), en það
er sjöfaldur framleiðslukostnaður olíunnar.
★
Kjör verkalýðsins, sem skapar allan þennan ódæma arð, fara
versnandi. 1950 sýndu hagskýrslur Bandaríkjanna að næstum
þrír fjórðu hlutar allra fjölskyldna í Bandaríkjunum höfðu tekjur
er voru undir því lágmarki tekna, er þurfti til framfærslu. 3 milj.
verkamanna voru atvinnulausir og 10 milj. höfðu litla atvinnu.
1951 hafði ástandið versnað. Jafnvel Tobin, þáv. atvinnumála-
ráðherra, varð að viðurkenna að raunveruleg laun 20 miljóna
amerískra verkamanna höfðu fallið á því ári.
En þó er arðránið sem amerískt auðvald beitir erlendis marg-
falt verra en það, sem það þorir að framkvæma heima fyrir. Og
amerískt auðvald leitar til þeirra landa þar sem það hefur nógu
lág verkalaun, getur arðrænt verkamennina nógu mikið, hindrað
samtök þeirra og lækkað laun þeirra.
Hér eru nokkrar myndir af arðráni amerískra auðmanna er-
lendis, þannig að sýnt er hve lág iaun verkamanna þar eru í sam-
anburði við laun amerískra verkamanna:
Olíuverkamaður í Arabalöndum hefur ekki einn tíunda hluta
oeirra launa, sem amerískur oliuverkamaður hefur, en framleiðir
þó meira magn.
Innfæddur verkamaður í Puerto Rico hefur aðeins þriðjung til
íjórðung þeirra launa, sem samsvarandi amerískur verkamaður
hefur, en afköst eru svipuð.
Launin, sem greidd eru í koparnámunum, sem ameríski kopar-
hringurinn á í Chile, eru aðeins einn fimmti þeirra launa, sem
greidd eru í koparnámum Ameríku.
í koparnámum Suðvestur-Afríku, sem Newmont Mining-félagið
undir yfirráðum Morganhringsins, nú hefur eignazt, eru daglaun
negraverkamanns minni en tímalaun verkamanns í Bandaríkj-
unum.
Á íslandi hafði hafnarverkamaður 1947 sama tímakaup og hafn-
arverkamaður í New York. Nú hefur hann eftir gengislækkun-
ina, sem amerískt auðvald knúði fram, 42% þess kaups, sem am-
eriskur hafnarverkamaður hefur og hefði enn lægra, ef ekki hefði
verið háð hörð barátta til að hækka það.
★
Finnst nú nokkrum undarlegt þó verkamenn og nýlenduþjóðir
alls heims rísi upp gegn auðvaldi Bandarikjanna, heimti sinn
fuila skerf af auð og tekjum mannkynsins og berjist unz hann
fæst?