Réttur - 01.08.1952, Page 56
248
RÉTTUR
vík með árstekjum samkvæmt Dagsbrúnarkaupi hækkað
um 74,8% og tekjuskattur um 163,7%. Mun ekki ofmælt
að kaupmáttur launanna hafi lækkað um nálega þriðjung.
Þetta er árangurinn af stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins frá 1947 til
þessa dags og varð nú ekki lengur við unað. Dagsbrún og
önnur forustufélög í Reykjavík gengust fyrir almennum
samtökum verkalýðsfélaganna til þess að segja upp samn-
ingum og hefja verkfall fyrir bættum kjörum frá 1. des-
ember, ef ekki yrði gengið að lágmarkskröfum verkamanna.
Varð þetta mesta samfylking, sem um getur í kjarabaráttu
íslenzkra verkalýðssamtaka. Samningurinn, sem félögin
gerðu með sér var sniðinn eftir samningi þeim, sem gerð-
ur var vorið 1951 og leiddi til sigurs. Engu félagi var heim-
ilt að gera samninga án samþykkis allra hinna. Kröfurnar
voru í aðalatriðum í samræmi við tillögur þær, sem Eðvarð
Sigurðsson ritari Dagsbrúnar lagði fram á ráðstefnu verka-
lýðsfélaganna í apríl á síðastliðnu vori og sagt er frá í
síðustu Víðsjá.
Jafnframt því sem þetta varð stærsta verkfall á íslandi
varð það einnig hið pólitískasta. Atvinnurekendur neituðu
að ræða um nokkra kauphækkun og kjarabætur af sinni
hálfu og vísuðu öllu til ríkisstjórnarinnar. Raunar var for-
usta atvinnurekenda með Kjartan Thors í fararbroddi og
ríkisstjórnin eitt og hið sama meðan á verkfallinu stóð.
Það var ekki fyrr en 16. desember, að ríkisstjórnin lagði
fram fyrsta tilboð sitt. Var það á þá leið að vísitalan skyldi
greidd niður um 5 stig, án þess að kaup lækkaði af þeim
sökum. Þetta tilboð var kolfellt á fundum stærstu verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík og einnig af samninganefndinni
allri. Mikil samheldni var meðal verkamanna allt verkfall-
ið. Á útifundi, sem haldinn var 6. des. var álíka mikið
fjölmenni og venja er til á 1. maí samkomum.
20. des tókust samningar. Aðalatriði þeirra voru þetta:
Ríkisstjórnin skuldbatt sig til að lækka verð á nokkrum