Réttur


Réttur - 01.08.1952, Side 59

Réttur - 01.08.1952, Side 59
RÉTTUR 251 vík var kosin, kom í ljós að sameiningarmenn vom þar í meirihluta, þrátt fyrir bolabrögð sambandsstjórnar, en munaði þó aðeins einu atkvæði. Sameiningarmenn höfðu gert tillögu um blandaða stjórn og fyrir því voru kosnir tveir Alþýðuflokksmenn og tveir sameiningarmenn, en svo vildi til að tveir fulltrúar þríflokkanna og einn sam- einingarmaður fengu jöfn atkvæði. Var þess nú krafizt að kosið yrði milli þessara manna eins og lög og venjur standa til, en því var neitað en í stað þess varpað hlutkesti. Eins og að líkum lætur kom hlutur sameiningarmannsins ekki upp — f varastjórn fengu sameiningarmenn alla sína fulltrúa kjörna. I aðalstjórn fulltrúaráðsins, sem raunar er ólögleg, eru þríflokkarnir því í meirihluta, enda þótt þeir séu í minnihluta í ráðinu sjálfu. Stjórnarskipti í Alþýðuflokknum. Á þingi Alþýðuflokksins, sem haldið var um mánaða- mótin nóv.—des. gerðust tíðindi, sem þóttu ærið söguleg. Stefán Jóhann Stefánsson féll fyrir Hannibal Valdimars- syni, þegar kjósa skyldi formann flokksins. — Er þessi atburður hafði gerst, neituðu nánustu vinir og samstarfs- menn Stefáns 11 að tölu að taka sæti í flokksstjórn, þar á meðal þeir Haraldur Guðmundsson, Emil Jónsson, Sig- urjón Á. Ólafsson, Helgi Hannesson og Stefán Pétursson. Fylgismenn Hannibals skipa því einir miðstjórnina. Enginn efi er á því að stjórnarskipti þessi eiga rót sína að rekja til uppreisnar óbreyttra Alþýðuflokksmanna gegn stefnu Stefáns Jóhanns. Þeir hafa treyst Hannibal og fé- lögum hans til að taka upp róttækari stefnu, slíta sam- vinnunni við íhaldið og taka upp heiðarlegt samstarf við róttækari öfl verkalýðshreyfingarinnar. En vonbrigði þeirra eru þegar orðin mikil. Eignir Alþýðuflokksins, sem á sínum tíma voru flestar teknar ófrjálsri hendi af verkalýðssamtökunum, eru allar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.