Réttur


Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 46

Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 46
46 RÉTTUR vilji svo vera láta sem hann segir. Slíka mannkosti virðast beztu lögsögumenn þjóðveldisins hafa átt til að bera. Og slíka mann- kosti þarf forusta sú, er leiðir alþýðuna og þjóðina alla fram til sósíalismans, að þroska hjá sér og fullkomna. Og þessa mannkosti er brautryðjendalið og forusta verkalýðsins alltaf að eignast í ríkari og ríkari mæli. Það trúnaðartraust sem slíkur flokkur þarf að njóta hjá al- þýðunni, getur hann aðeins átt, ef hann hefur þegar eignazt það sakir óhvikullar forustu í baráttunni meðan hún var hörðust og fórnfrekust og ávaxti það síðan með framkomu sinni í hverri raun. Trúnaðartraust alþýðu til forustuflokks síns er það dýr- mætasta, sem þeim flokki hlotnast. Og það mun reyna mikið á það traust, því andstöðuflokkar alþýðunnar, erindrekar auðvaldsins jafnvel í röðum hennar sjálfrar, munu einskis lýðskrums láta ófreistað, þegar um það væri að ræða að reyna að grafa grunn- inn undan alþýðustjórn og þeirri forustu, er leiddi bandalag vinn- andi stétta og frelsissinna fram til sigurs yfir útlendu og innlendu auðvaldi. Forsenda fyrir varanlegum sigri alþýðunnar við þær aðstæður, sem hér eru ræddar, er því tryggð forustuflokksins við málstað fólksins, yfirsýn hans yfir aðstæðurnar og siðferðilegt þor til að gera það, sem rétt er á hverjum tíma, — og tryggð alþýðunnar við forustu sína og raunhyggja hennar, sá siðferðilegi kraftur, er megnar að setja í hvert sinn hagsmuni heildarinnar yfir einka- hagsmuni sína. Og öll saga alþýðubaráttunnar er saga af uppeldi fólksins til þeirrar fórnfýsi og skilnings, er færir alþýðunni loka- sigurinn. En flokki sósíalismans og hreyfingu alþýðunnar er ekki nóg að eiga þann mátt, er býr í markvissum fjölda og þá raunhyggju, sem þarf til að beita honum, þótt þetta sé forsendan fyrir möguleik- um alþýðunnar og flokks hennar til að reka árangursríka stjórn- málastefnu, — enda er þessi máttur það eina, sem andstæðingar alþýðunnar skilja og taka tillit til, því sjálfir tigna þeir valdið og krjúpa því. — Flokki sósíalismans og hreyfingu alþýðunnar er heldur ekki nóg að hafa þann siðgæðisstyrk, þá hugsjónatryggð og fórnfýsi, er gerir „þegna þagnarinnar“ að ógleymanlegum hetj- um og hreyfingu fjöldans að afli, sem engin ofsókn fær yfirbugað, — og er þó þessi siðferðislegi styrkur forsenda þess, að öll bar- áttan hafi nokkurn tilgang og sigurinn beri ávöxt, því, „hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.