Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 42
42
RÉTTUR
orð Stephans G. „Valt er að eiga undir þrælum*) brauð — Auð-
valdsþjóð er hörmulegast snauð“.
Hið andlega víti þessarar amerísku þjóðar er Íslendingum til
varnaðar.
Alþýða íslands stendur vel að vígi til að verjast þeirri árás
amerískrar auðvaldsmenningar, sem á hana sækir, — og til að
sækja sjálf fram til nýsköpunar þjóðlegrar, íslenzkrar alþýðu-
menningar, er byggir á grunni manngildis, en ekki auðs.
íslenzk alþýða getur í þeirri baráttu sinni byggt á arfi fornr-
ar menningar þjóðveldisins, sem sjálf átti rót sína að rekja til
baráttu þess samfélags, er mat manngildið og barðist við vald
yfirstétta. En slíkur þráður var slitinn í Ameríku, er hinir hvítu
landnemar tortímdu hraustum frumbyggjum landsins og menn-
ingararfi Indíánanna.
íslenzk alþýða byggir á endurreisn og nýsköpun íslenzkrar
menningar á nítjándu öld, menningar í tákni manngildis og mann-
réttinda í samræmi við þá frelsisbaráttu fyrir sjálfstæði og lýð-
stjórn, er kúguð alþýða þá hóf. En í Bandaríkjunum reynir nú
voldug auðmannastétt að tortíma í meðvitund fólksins þeim arfi
byltingarinnar gegn nýlendukúgun og auðveldi, sem varp ljóma
yfir Bandaríkin allt frá tímum George Washingtons til Abrahams
Lincolns. *
íslenzk alþýða gengur nú þegar óhikað til verks til þess að
skapa sína sósialistisku menningu, menningu manngildis og marx-
isma, í samræmi við þann þjóðlega arf vorn, sem einnig byggir
á manngildinu í andstöðu við auðinn og ofurveldi hans. En am-
eríska auðvaldið hamast nú með öllum áróðurs- og ofsóknar-
tækjum nútímans til þess að reyna að brjóta niður mátt ameríska
verkalýðsins til þess að vinna það mikla menningarhlutverk í
Bandaríkjunum, sem hans bíður þar.
Það verður menningarleg eldraun íslenzkrar alþýðu, eins mikil-
* Fyrirlitning Stephans á yfirstéttinni í þessu orði, minnir oss á lokadóm
hans sem Kolbeins yfir Kölska, hinum andlega fulltrúa yfirstéttarinnar i
„Kolbeinslag":
Svo meinlega er maðurinn gerður,
og misleggur herra-dóm sinn:
Að þnt'lslegri en þrælarnir verður
loks þræla-húsbóndinn.“