Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 88
Þegar menn eru
vondir
smásaga eftir SIGURJÓN EINARSSON
Hann situr við lækinn í kvöldhúrt&yi og virðir fyrir sér
hvít vorskýin yfir fjallinu og strýkur flosmjúkan mosann,
sem klætt hefir lækjarbakkana í grænan hjúp.
Ferskan og styngandi gróðurilm leggur fyrir vit hans
upp úr moldinni og það er annarlegur niður í loftinu, sem
fyllir huga hans draumblíðri og angurværri þrá.
Kvöldið er svo kyrrt, að það heyrist ekki neitt utan rjál
læksins við sleipa steinana í lækjarbökkunum og söngur
bununnar dálítið ofar þar sem sokkaplöggin eru þvegin.
Þó er þetta sami lækurinn, sem fyrir nokkrum dögum
hafði beljað fram, kolmórauður og ólgandi og orðið svo
breiður, að það var ekki hægt að vaða hann nema fara
upp fyrir stígvélin.
En nú hoppar hann fram milli bakkanna, kyssir stein-
ana, kátur og glitrandi og syngur fyrir drenginn. Lækur-
inn er vinur hans, kannski eini vinur hans og þó er hann
bara tíu ára.
Þegar hann fékk að leika sér, lék hann sér við lækinn.
Hann bjó til stíflu og sigldi bátum, er hann smíðaði úr
kassafjölum, sem hann fann reknar út með fjörunni.
Hann vissi ekkert um upptök læksins, hann vissi bara,
að hann kom ofan fjallið. Þegar hann var orðinn stór ætl-
aði hann að klifra upp á f jallið og finna upptök læksins.
Fjallið var rétt fyrir ofan Krummastaði, þar sem hann
átti heima. Það gnæfði við himinn með svörtum klettum
og dimmum gjótum og það byrjaði strax fyrir ofan túnið