Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 88

Réttur - 01.01.1954, Page 88
Þegar menn eru vondir smásaga eftir SIGURJÓN EINARSSON Hann situr við lækinn í kvöldhúrt&yi og virðir fyrir sér hvít vorskýin yfir fjallinu og strýkur flosmjúkan mosann, sem klætt hefir lækjarbakkana í grænan hjúp. Ferskan og styngandi gróðurilm leggur fyrir vit hans upp úr moldinni og það er annarlegur niður í loftinu, sem fyllir huga hans draumblíðri og angurværri þrá. Kvöldið er svo kyrrt, að það heyrist ekki neitt utan rjál læksins við sleipa steinana í lækjarbökkunum og söngur bununnar dálítið ofar þar sem sokkaplöggin eru þvegin. Þó er þetta sami lækurinn, sem fyrir nokkrum dögum hafði beljað fram, kolmórauður og ólgandi og orðið svo breiður, að það var ekki hægt að vaða hann nema fara upp fyrir stígvélin. En nú hoppar hann fram milli bakkanna, kyssir stein- ana, kátur og glitrandi og syngur fyrir drenginn. Lækur- inn er vinur hans, kannski eini vinur hans og þó er hann bara tíu ára. Þegar hann fékk að leika sér, lék hann sér við lækinn. Hann bjó til stíflu og sigldi bátum, er hann smíðaði úr kassafjölum, sem hann fann reknar út með fjörunni. Hann vissi ekkert um upptök læksins, hann vissi bara, að hann kom ofan fjallið. Þegar hann var orðinn stór ætl- aði hann að klifra upp á f jallið og finna upptök læksins. Fjallið var rétt fyrir ofan Krummastaði, þar sem hann átti heima. Það gnæfði við himinn með svörtum klettum og dimmum gjótum og það byrjaði strax fyrir ofan túnið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.