Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 28
28
RÉTTUR
sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. Þá stefnu hefur Sósíalista-
flokkurinn þegar markað greinilega í kosningastefnuskrám sínum
og tillögum á Alþingi. Og á þetta ekki sízt við hvað alla þá f jórð-
unga landsins snertir, sem hernaðarvinnan nú ógnar með land-
eyðingu.
En hitt verður þó verkefnið, sem nauðsynlegt er að ræða hér:
Hverjir verða framleiðsluhættirnir, sem verkalýðurinn kemur til
með að beita sér fyrir á íslandi á næstunni, m. ö. orðum, hver
verður eignaskipan og rekstursfyrirkomulag á atvinnulífi íslands
á næstu árum og jafnvel áratugum, ef verkalýðurinn og banda-
menn hans fá því ráðið.
Það verður eðlilega eitt höfuðverkefni verkalýðsins að hindra
að ástandið versni frá því sem nú er; hindra að eignarhald og
vald yfir stórrekstri færist í hendur erlends hringaauðvalds eða
ísl.-amerísks einkaauðvalds meira en orðið er, hindra að amerískt
auðvald nái þeim efnahagslegu tökum á þjóðinni, sem það myndi
fá með stóriðju í þess eigu, t. d. aluminiumverksmiðju eða slíku.
Og þetta er ekki aðeins vegna þeirrar hættu, sem slíkt er fyrir
þjóðfrelsið, eins og áður er rætt, heldur vegna þeirra þjóðfélags-
legu afleiðinga, er slíkur gífurlegur vöxtur einkaauðmagns í stór-
rekstri myndi hafa.
Það er betra fyrir íslenzkt þjóðfélag, að verða án stóriðju,
t. d. í aluminiumvinnslu eða slíku, í mörg ár, jafnvel áratugi enn,
heldur en að fá upp slíka stóriðju í eigu erlendra auðfélaga eða
innlendra leppa þeirra. Það eru beinlínis hagsmunir alþýðu að
hindra slíka þróun, koma í veg fyrir myndun einkaauðvalds á
íslandi, sem myndi gerbreyta þeim hlutföllum, sem verið hafa
á milli ríkisreksturs, stórreksturs í einkaeign, samvinnureksturs
og smáreksturs í einkaeign. — Hins vegar er það deginum ljósara
að öll íhlutun ameríska auðvaldsins miðast við það að koma upp á
íslandi einkaauðvaldi í stórrekstri: Þessvegna er Framkvæmda-
bankanum í lögum fyrirskipað að hlúa að einkaaðiljum. Þess-
vegna er reynt að stela Áburðarverksmiðjunni af ríkinu og gera
hana að eign einkaaðilja. Þessvegna setur Alþjóðabankinn amer-
íski það skilyrði fyrir láni til sementsverksmiðju að hún sé einka-
eign.
Amerískt auðvald vill rækta hér einkaauðvald sem í gróður-
húsi. Því liggur auðsjáanlega á að koma sér upp hæfilegum banda-
mönnum. Ameríska auðvaldinu ógnar vafalaust hve mikill þátt-