Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 98
98
RÉTTUR
komulag milli sósíalista og vinstri Alþýðuflokksmanna um
fulltrúakjör í öllum félögum á grundvelli ýtarlegs mál-
efnasamnings.
Hægri menn Alþýðuflokksins létu ekki á sér standa að
hef ja gagnsókn. Flokksstjórnarfundur var kallaður saman
í júní og borin fram tillaga um að víkja Hannibal Valdi-
marssyni frá ritstjórn Alþýðublaðsins. Sú tillaga var felld
með 29 atkvæðum gegn 14. Hinsvegar fengu hægri menn
ráðið því, að flokksþing skyldi koma saman í september.
Skyldi þá láta til skarar skríða gegn Hannibal áður en
fulltrúakjör til Alþýðusambandsþings hæfist.
Hægri mennirnir urðu ofan á á þinginu. Haraldur Guð-
mundsson var kosinn formaður Alþýðuflokksins og næst-
um einlit miðstjórn hægri manna. Hannibal var tafarlaust
vikið frá ritstjórn Alþýðublaðsins.
Samvinna sósíalista og vinstri Alþýðuflokksmanna um
fulltrúakjör hélt þó áfram eins og ekkert hefði í skorizt.
Þing Alþýðusambandsins kom saman í Reykjavík 18. nóv-
ember. Þegar í upphafi þings var augljóst að fylgismenn
einingarinnar voru í allmiklum meirihluta á þinginu, enda
þótt fulltrúar stjórnarflokkanna og hægri Alþýðuflokks-
manna stæðu í einni blökk. Iðja, félag verksmiðjufólks,
var nú á ný tekin í sambandið gegn harðri andstöðu hægri
manna. Var nú öllum ráðum beitt til þess að beygja þá
Alþýðuflokksmenn, sem léð höfðu málstað einingarinnar lið
og ekkert til sparað, hvorki hótanir né góð boð um per-
sónuleg fríðindi. Allmargir gugnuðu og brugðust umbjóð-
endum sínum, en við stjórnarkjör varð vinstri fylkingin
þó í meirihluta, þótt knappur væri. Hannibal var kosinn
forseti sambandsins, en Eðvarð Sigurðsson varaforseti,
Tveir sósíalistar eiga sæti í stjórninni.
Þetta eru langmerkustu tíðindi, sem gerst hafa í stjóm-
málum Islands á árinu 1954.
I fulltrúarráðinu í Reykjavík urðu einingarmenn í ör-
uggum meirihluta.
Innanflokksbaráttan í Alþýðuflokkmun heldur áfram og
í