Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 76
76
RÉTTUR
valdhafanna í Moskvu, en frá þeim stafi allt hið illa í heiminum.
Þessi viðbrögð eru síður en svo til þess fallin að glæða trú manna
á því, að lýðræði geti náð nokkurri fullkomnun innan hins borg-
aralega ramma, sérstaklega sé þess gætt, að framámenn auð-
vaídsins virðast ekkert hafa lært í rúmlega aldarlangri glímu
við kommúnismann. Allan þann tíma hafa þeir stagazt á sömu
firrunum um þessa stefnu og beitt fylgjendur hennar alls- konar
ofbeldi, — en hver er árangurinn? Ég fæ ekki betur séð en
kommúnisminn hafi eflzt hröðum skrefum frá ári til árs, svo að
mér hefur oft fundizt, að svæsnustu auðvaldshetjurnar væru
beinlínis gerðar út til þess að grafa undan vestrænu lýðræði,
ef nokkurt mark er takandi á auðvaldspressunni. Ég gafst því
upp við að fylgja auðvaldinu í baráttunni gegn kommúnisman-
um, innan við tvítugt, því að mér fannst öll baráttutækni í
þeim herbúðum bæði fíflsleg og vonlaus. Ég skal að vísu viður-
kenna, að ég ber alltaf nokkra virðingu fyrir hetjum, sem heyja
vonlausa baráttu, en ég get ekki borið neina virðingu fyrir fífl-
um, hversu hetjulega sem þau bera sig. Það eina nýja, sem
komið hefur fram hjá auðvaldinu í baráttunni gegn kommún-
ismanum, er það, að nú skuli vestrænt lýðræði, og þá sennilega
kristin trú sömuleiðis, grundvallast á atómsprengjum en hafa vetn-
issprengjur til vara, ef í harðbakkann slær, til þess að fremja með
alheimssjálfsmorð. Formælendur engrar stjórnmálastefnu fyrr
eða síðar hafa gefizt jafnhreinlega upp við að verjast á siðferð-
isgrundvelli.
Við vitum, að á okkar dásamlegu jörð er allt nokkrum breyt-
ingum háð.
„Það er svo bágt að standa í stað
og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið“.
Eitt af því, sem einkennir málflutning þeirra, sem telja sig sjálf-
kjörnasta forvígismenn lýðræðisins, er það, að þeir minnast
aldrei á að lýðræðið geti eða þurfi að þróast, heldur hamast þeir