Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 57
RÉTTUR
57
stjórnar Sjang Kaj Sék en móti henni fulltrúar Sovétríkjanna,
Danmerkur, Nýja-Sjálands og Líbanon. En hetjurnar frá Eng-
landi og Frakklandi sátu hjá.
Þetta gefur tilefni til að rifja upp atburð, sem gerðist fyrir
u. þ. b. fjórum árum í Austur-Asíu. Þar hófst borgarastyrjöld í
Kóreu, og Sameinuðu þjóðunum barst eitt símskeyti frá Suður-
kóresku stjórninni, þar sem Norðurkóreu var kennt um innrás.
Málið var ekki rannsakað frekar, en þegar næsta dag lýst yfir
þátttöku Sameinuðu þjóðanna í þessari styrjöld til þess að berja
niður ofbeldið. Síðan hefur margt verið upplýst í sambandi við
þá atburði, sem hin borgaralega fréttaþjónusta gjarnan vill halda
leyndu fyrir almenningi, ekki sízt hér á íslandi. Að þessu öllu
mun ég koma síðar, en fyrst verður að fara nokkuð til baka til að
skýra eðli þeirrar þróunar í alheimsstjórnmálum, sem nefnd hefir
verið nýlendustefna og raunverulega má rekja til landafunda 16.
aldar, lifði sitt blómaskeið á síðari hluta 19. aldar og er nú á okkar
tímum, um miðja 20. öld að renna sitt lokaskeið.
Hvað er nýlenda?
öldum saman voru Islendingar nýlenduþjóð
Landafundir Evrópuþjóða á 16. öld og í lok hinnar 15., opnuðu
nýja heima, sem þær hafði tæpast dreymt um áður. Auðævi hinna
nýfundnu landa bæði í Ameríku og Asíu voru meiri en þær hafði
órað fyrir. Þjóðir þær, er þau byggðu, voru mun ver vopnum
búnar og stóðust þeim ekki snúning á vígvellinum. Afleiðingin
varð sú, að hinir evrópsku hernaðarseggir lögðu í rústir stórmerki-
lega þjóðmenningu margra litaðra þjóðflokka, t. d. í Ameríku,
og gerðu mannkynið að sama skapi fátækara að menningarlegum
verðmætum. Eitt glöggt dæmi af því tagi birtist í vetur í útvarps-
erindi íslenzkrar konu, er ferðast hafði um Mexíkó og m. a. komið
í pýramídaborgina frægu þar sem Astekarnir höfðu reist 365
pýranrrida, jafnmarga og dagarnir í árinu. Einn þeirra hinn stærsti
var svo stórkostlegt mannvirki, að innan í honum voru aðrir
6 og hafa þessi mannvirki án efa staðið í sambandi við
tímatal þeirra og trúarbrögð. Allt þetta lögðu Spánverjar í rústir,
en byggðu kirkju á rústum hvers pýramída. Getum við aðeins gert
okkur í hugarlund hve mikið hefði mátt lesa um sögu, menningu
og lífsviðhorf þessarar stórmerku Indíánaþjóðar úr fornminjum
þessum öllum ef þær hefðu fengið að vera í friði og hún fengið að
lifa og halda áfram sínu menningarstarfi. En því varð ekki að
heilsa. Þannig hófst landvinningasaga hins hvíta manns í Evrópu