Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 66
60
RÉTTUR
38. breiddarbaugurinn var notaður sem hugsuð markalína til
bráðabirgða milli hernámssvæða Sovétríkjanna og Bandaríkjanna,
er með samkomulagi hernámu landið þegar Japanir gáfust upp og
japanski herinn fór. Sovétherinn var farinn burtu en bandaríski
herinn ekki. Á þær staðreyndir hafa aldrei verið bornar brigður
í öllum áróðrinum.
En það var meira en þetta. Hið merka ameríska blað New
York Herald Tribune skýrði frá því þrem vikum áður en styrjöldin
hófst, þ. e. 5. júní 1950, að „það eru 13—14 Bandaríkjamenn í
hverri suðurkóreskri herdeild. Þeir lifa saman á herstöðvunum
— við 38. breiddarbauginn .... Þeir eru saman bæði við æfingar
og í frítímum". Og einnig hefir blaðið þetta eftir hinum banda-
ríska hershöfðingja Roberts sem einnig þá var í Kóreu, að þetta
væri „sönnun þess hvernig hægt væri að nota 500 stríðsvana
bandaríska liðsforingja á skynsamlegan hátt til að þjálfa 100
þús manna her, sem vill berjast fyrir okkur“, þ. e. Bandaríkin.
Og hershöfðinginn lauk máli sínu með þessum orðum: „Suður-
kóreski herinn er góður varðhundur þess f jármagns sem við höf-
um komið fyrir í þessu landi.“
Nú mun e. t. v. margur segja: Hvað sannar þettá um að rangt
hafi verið skýrt frá upphafi styrjaldarinnar? Má vera, en fleira
margt hefir séð dagsins ljós síðan við fengum fyrstu fréttirnar
af þessari styrjöld. Þegar norðurkóreski herinn tók Seul í fyrstu
átökum styrjaldarinnar þá bar flótta suðurkóresku stjórnarinnar
mjög bráðan að. í flýtinum hafði ekki unnizt tími til að taka með
eða eyðileggja verðmæt skjöl, meðal annars áætlanir um árás
norður yfir 38. breiddarbauginn með stuðningi Bandaríkjahers.
A.ðeins tvær tilvitnanir skal ég hér taka, tíminn leyfir ekki
meira. Önnur er eftir núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sem þá var sérstakur sendimaður Trúmans forseta í Austurlöndum
og hélt ræðu á þingi Suður-Kóreu 19. júní 1950 eftir að hafa
rætt ýtarlega við Mc Arthur í Japan. í þeirri ræðu segir m. a.:
„Rauðliðar munu missa völdin í Norður-Kóreu .... Bandaríkin
eru reiðubúin að láta stjórn Suður-Kóreu í té allan stuðning, efn-
islegan og siðferðilegan í baráttunni gegn kommúnismanum."
Hin er frá Kem Seh fyrrverandi innanríkisráðherra í stjórn
Suður-Kóreu. Hann skýrði síðan opinberlega frá aðdraganda styrj-
aldarinnar á þennan hátt:
„Eins og kunnugt er fór Syngman Rhee til Japan s.l. vor í
boði Mc Arthurs. Þar var honum skipað að fela Mc Arthur æðstu
ráð yfir kóreska hernum meðan átökin stæðu. Syngman Rhee
féllst á þessi fyrirmæli, þar sem hann var sannfærður um að hann
mundi fá stuðning frá bandaríska lofthernum, bandaríska flotan-