Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 50
Lögtak
smásaga eftir EINAR KRISTJÁNSSON
Arngrímur opnaði eldhúshurðina og kallaði til konu sinn-
ar, sem stóð við eldavélina:
Rebekka! Þú mátt ekki gleyma að gefa hænsnunum!
Æ, hvernig á ég að muna alla skapaða hluti, sagði konan
og hrærði í grautarpottinum.
Fjögur bústin börn á aldrinum 6 til 12 ára sátu við eld-
húsborðið og hámuðu í sig fiskstöppu. Arngrímur hélt
í snerilinn á eldhúshurðinni meðan hann fór úr vaðstígvél-
unum og lét dæluna ganga:
Hvemig hefðum við getað eignazt útvarpstækið, ef við
ættum ekki þessi blessuð hænsni? Og ef þau halda áfram
að verpa svona vel, ættir þú að geta eignast hrærivél fyrir
jólin. Það má ekki koma fyrir, að þú gleymir að gefa hænsn-
unum!
Ó, Arngrímur minn, mig hefur svo lengi langað til að
eignast hrærivél, sagði Rebekka og kyssti manninn sinn
í dyrunum.
Hvar er tarínan? spurði Amgrímur.
Hún er á sínum stað, elskan mín.
Arngrímur tók stærðar tarínu og fyllti hana af korni
og f ór aftur í vaðstígvélin og flýtti sér út til að gef a hænsn-
unum. Snjallsteinn, yngsti sonur hans, vildi fara út með
honum, en Rebekka aftraði því og sagði:
Þú ert búinn að gera nóg af þér í dag! Hann hafði hleypt
hænsnunum út og hellt niður úr vatnsílátunum.
Snjallsteinn litli var mesti óþekktarormur, hleypti hænsn-
unum iðulega út, bar út úr sumarbústaðnum ýmsa heim-