Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 58
58
RÉTTUR
gegn lituðum þjóðum annarra heimsálfa og framhaldið hefir væg-
ast sagt ekki verið betra.*
í fyrstu voru hér að verki einvaldsþjóðfélög miðaldanna, sem
ekki náðu þá tökum á að hagnýta sér auðlindir hinna yfirunnu
landa og þjóða á sama hátt og síðar varð, er hið borgaralega lýð-
ræði kom til sögunnar. Þau hrifsuðu að vísu það auðíengnasta
s. s. góðmálma gull og silfur í stórum stíl. En létu jafnframt
eigið atvinnulíf falla í niðurníðslu heima.
Þannig stóðu viðhorfin um tíma, en þegar svo kom fram á
18. og 19. öld skeði tvenns konar þróun í ríkjum Evrópu, annars-
vegar atvinnuleg og hins vegar pólitísk, sem gagngerðum breyt-
ingum olli á viðhorfum öllum til nýlendumála og hagnýtingar
þeirra landa og þjóða, er undir það hugtak falla.
Hin atvinnulega þróun hófst fyrir auknar framfarir í vísindum
og má telja notkun gufuaflsins þar einna efst á blaði. Gufuvélin
skapaði, sem hreyfiafl í verksmiðjum grundvöll að stóriðjunni, er
jók framleiðslumöguleikana svo langt fram úr því sem handverks-
iðnaður fyrri alda gat afkastað, að þar var um að ræða eina
stórkostlegustu byltingu veraldarsögunnar. Verksmiðjurnar þutu
upp, og utan um þær byggðust iðnaðarborgir, sem fylltust af
fólki, er þangað fluttist frá landbúnaðarframleiðslu svo að t. d.
á Englandi lagðist landbúnaður niður í heilum héruðum. En
hin geysilega aukna iðnaðarframleiðsla krafðist tveggja skilyrða
annarra. í fyrsta lagi óhemju innflutnings hráefna s. s. málma,
bómullar, trjáviðar og fjölda annars, svo aðeins lítið sé nefnt, og
hins vegar krafðist hún aukinna markaða í stórum stíl til af-
setningar öllu því, sem úr þessum miklu hráefnum var unnið
með krafti gufuaflsins. En þá kom aftur gufuvélin í góðar þarfir
því nú fóru gufuknúin skip að sigla milli fjarlægustu heimshluta
með margföldum hraða á við það sem seglskipin höfðu komizt
áður. Þannig varð 19. öldin öld gufuaflsins.
Þessi atvinnubylting í sögu Evrópu hefir verið kölluð iðnaðar-
byltingin. Og með síaukinni iðnaðarframleiðslu jókst sífellt þörfin
til að tryggja sem mesta og bezta aðstöðu í þeim heimshlutum,
sem hvorttveggja lögðu til, hráefnin og markaðina. Og að sama
skapi jókst kapphlaup iðnaðarríkja Evrópu og síðar Norður-
Ameríku til að tryggja sér sem bezta nýlenduaðstöðu í auðug-
* Síðan þetta var samið og flutt hefir frk. Rannveig Tómasdóttir gefið
fyrirlestra sína út í bókinni „Fjarlœg lönd og framandi þjóOir". Segir þar
mjög greinilega frá hinni miklu og merkilegu menningu Aztekanna og
aðförura Spánverja við að leggja hana í rústir. Skal þeim, sem áhuga hafa
fyrir að kynnast þeirri grimmilegu harmsögu nánar, bent á þá bók.