Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 58

Réttur - 01.01.1954, Page 58
58 RÉTTUR gegn lituðum þjóðum annarra heimsálfa og framhaldið hefir væg- ast sagt ekki verið betra.* í fyrstu voru hér að verki einvaldsþjóðfélög miðaldanna, sem ekki náðu þá tökum á að hagnýta sér auðlindir hinna yfirunnu landa og þjóða á sama hátt og síðar varð, er hið borgaralega lýð- ræði kom til sögunnar. Þau hrifsuðu að vísu það auðíengnasta s. s. góðmálma gull og silfur í stórum stíl. En létu jafnframt eigið atvinnulíf falla í niðurníðslu heima. Þannig stóðu viðhorfin um tíma, en þegar svo kom fram á 18. og 19. öld skeði tvenns konar þróun í ríkjum Evrópu, annars- vegar atvinnuleg og hins vegar pólitísk, sem gagngerðum breyt- ingum olli á viðhorfum öllum til nýlendumála og hagnýtingar þeirra landa og þjóða, er undir það hugtak falla. Hin atvinnulega þróun hófst fyrir auknar framfarir í vísindum og má telja notkun gufuaflsins þar einna efst á blaði. Gufuvélin skapaði, sem hreyfiafl í verksmiðjum grundvöll að stóriðjunni, er jók framleiðslumöguleikana svo langt fram úr því sem handverks- iðnaður fyrri alda gat afkastað, að þar var um að ræða eina stórkostlegustu byltingu veraldarsögunnar. Verksmiðjurnar þutu upp, og utan um þær byggðust iðnaðarborgir, sem fylltust af fólki, er þangað fluttist frá landbúnaðarframleiðslu svo að t. d. á Englandi lagðist landbúnaður niður í heilum héruðum. En hin geysilega aukna iðnaðarframleiðsla krafðist tveggja skilyrða annarra. í fyrsta lagi óhemju innflutnings hráefna s. s. málma, bómullar, trjáviðar og fjölda annars, svo aðeins lítið sé nefnt, og hins vegar krafðist hún aukinna markaða í stórum stíl til af- setningar öllu því, sem úr þessum miklu hráefnum var unnið með krafti gufuaflsins. En þá kom aftur gufuvélin í góðar þarfir því nú fóru gufuknúin skip að sigla milli fjarlægustu heimshluta með margföldum hraða á við það sem seglskipin höfðu komizt áður. Þannig varð 19. öldin öld gufuaflsins. Þessi atvinnubylting í sögu Evrópu hefir verið kölluð iðnaðar- byltingin. Og með síaukinni iðnaðarframleiðslu jókst sífellt þörfin til að tryggja sem mesta og bezta aðstöðu í þeim heimshlutum, sem hvorttveggja lögðu til, hráefnin og markaðina. Og að sama skapi jókst kapphlaup iðnaðarríkja Evrópu og síðar Norður- Ameríku til að tryggja sér sem bezta nýlenduaðstöðu í auðug- * Síðan þetta var samið og flutt hefir frk. Rannveig Tómasdóttir gefið fyrirlestra sína út í bókinni „Fjarlœg lönd og framandi þjóOir". Segir þar mjög greinilega frá hinni miklu og merkilegu menningu Aztekanna og aðförura Spánverja við að leggja hana í rústir. Skal þeim, sem áhuga hafa fyrir að kynnast þeirri grimmilegu harmsögu nánar, bent á þá bók.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.