Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 92

Réttur - 01.01.1954, Page 92
92 RÉTTUR Fóstra skammaði hann soldið fyrir að hafa týnt smérinu, en ekkert mjög mikið, þegar hún sá hvað hann var blautur. Hún meira að segja burstaði dálítið af honmn og þurrk- aði úr nefinu á honum með lúkunni, kallaði hann greyið sitt og bað hann að hætta að skæla. Jónsi gretti sig bara og sagði iss og erðaðnú. Svo héldu þau áfram. Þegar þau komu upp á leitið þar sem sá heim að bæn- um, sagði fóstra hans: — Láttu mig leiða þig, rýjan mín. Svona hlýlega hafði hún aldrei talað við hann. Hann fékk kökk í hálsinn, honum fannst hún svo góð. Hann gleymdi því strax, hvað hún hafði oft verið vond við hann, hann gleymdi því strax hvað hann hafði oft verið svangur, hvað hann hafði oft verið blautur, hvað honum hafði oft verið kalt. Og hann fann, hvað veðrið var gott, hvað sólin skein fallega á sléttan fjörðinn og hvað lognaldan hjalaði blítt við þaravaxnar hleinarnar niðri í fjörunni. Hann varð kátur og fór að hjala við fóstru sína og spyrja um hitt og þetta eins og barna er siður. Því svaraði hún í hófi, hún bara leiddi hann. Og hún leiddi hann alveg heim að bænum, alveg inn að rúmi til móður hans, og þær kysstust mjög mikið. Móðir hans var svo veikburða, að hún gat ekki setið uppi nema hafa marga kodda við bakið. Hönd hennar var mjög hvít og hún var kreppt og ákaflega mögur, en samt var hún svo mjúk, að þegar hún strauk honum um vangann fór hann að gráta. Hann grúfði sig niður í brakánið, sem móðir hans hafði ofan á sér og grét lengi. Hann hafði aldrei grát- ið svona lengi. Fóstra hans fór líka að klappa honum og tala um, hvað hann væri hændur að sér. Móðir hans sagði bara drengurinn minn, og strauk hon- um um kollinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.