Réttur - 01.05.1964, Síða 2
66
R É T T U R
launþegastéttin megnar að hafa þá forustu fyrir þjóðinni,
sem hún þarfnast, — eða hvort þjóðarskútan á að hrekjast
stjórnlaus á öldum óðaverðbólgunnar fyrir beitivindum
hrasksins, eins og hún hefur gert síðan borgarastéttin þóttist
þess umkomin að stjórna þessu landi ein eftir sínum gat-
slitnu og úreltu kenningatætlum.
Ef íslenzk atvinnurekendastétt áttar sig ekki í tíma á því
að skynsamlegast sé fyrir hana að semja við verkalýðshreyf-
inguna um frið, launahækkanir og breytingar á efnahags-
stefnunni, þá mun harðvítugasti og skammsýnasti hluti borg-
arastéttarinnar að líkindum fá því ráðið að farið verði út
i hálf-fasistískar tilraunir til kúgunar verkalýðs og réttinda-
sviptingar.
Atvinnurekendastéttin var komin á fremsta hlunn að reyna
slíka kúgunaraðferð 9. nóv. 1963, en skynsamir forystu-
menn hennar komu þá viti fyrir hana á síðustu stund. íslenzk
auðmannastétt hefur hvað eftir annað í stuttri sögu sinni
verið að því komin að steypa þessari litlu þjóð út í bál voveif-
legra stéttarátaka, með því að ætla að beita ofbeldistækjum
eins og erlendar yfirstéttir hafa þróað sem hluta af sínu
ríkisvaldi. En svo mikil hefur gæfa þjóðarinnar verið að
slíku ofbeldi hins opinbera hefur ætíð verið hnekkt furðu
fljótt. Ríkislögreglan, sem yfirstéttin kom sér upp á tímum
versta atvinnuleysis og neyðar 1933—34 og verða átti svipa
á verkalýðinn til að beygja hann undir hungrið, var afnumin
af stjórn Alþýðuflokksins og Framsóknar 1934. Gerðar-
dómslögin 1942, — sem brjóta skyldu verkalýðshreyfing-
una á bak aftur og hindra alla þá lífskjarabót, sem íslenzkur
verkalýður knúði fram á stríðstímunum og gerbreytti lífs-
kjörum hans eftir stríð, — var brotinn á bak aftur af sam-
taka verkalýð undir forustu Sósíalistaflokksins. Síðan hefur
að vísu auðmannastéttin verið iðin við að beita ríkisvaldinu
til sífellds kerfisbundins þjófnaðar á launum allra laun-