Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 4

Réttur - 01.05.1964, Síða 4
68 R É T T U R Það er verklýðs- og launþegastéttinni lífsnauðsyn að sam- einast nú þegar í hagsmunabaráttunni. Hvert verkefnið bíður þar úrlausnar hennar öðru brýnna: Vinnuþrældómurinn er orðinn alveg óþolandi. Verka- menn eru að vinna sig í hel, hníga niður fyrir aldur fram af þrotlausum þrældómi. 8 tíma vinnudagurinn, sem raun- verulegur vinnudagur, verður að komast á án skerðingar lieildarkaups. — Það kostar baráttu; og það mun og sýna sig að það kostar miklar breytingar á efnahagslífi landsins. Verðbólgan er orðin óþolandi. Verkamenn og starfsmenn verða að fá kauptryggingu — og munu knýja hana fram. — En það þýðir að útflutningsatvinnuvegirnir verða að fá fram stöðvun verðbólgunnar — og það þýðir mikla breytingu á efnahagslífi landsins. Raunhæfar kauphækkanir, sem ekki fara út í verðlagið eru líka orðnar alveg óhjákvæmilegar, — eigi aðeins fyrir verkalýð og aðra launþega, heldur og vegna sjálfrar þróunar atvinnulífsins. Kauphækkanir, sem atvinnureksturinn getur ekki velt af sér knýja fram sífellda umsköpun atvinnulífs- ins, nýja tækni, nýtt skipulag; í einu orði sagt: framfarir. Um allt þetta á verklýðs- og launþegastéttin eðlilega að standa saman sem hagsmunamál sín. Hitt mun svo sýna sig í rás tímans að framkvæmd þessara hagsmuna knýr á um þjóðfélagslegar aðgerðir í atvinnulífinu, sem krefjast sam- eiginlegs pólitísks átaks. Órofa samstaða íslenzks verkalýðs og allra launþega í hagsmunamálum sínum er það vald, sem getur knúð fram stórfelldar og brýnar lífskjarabætur lúns vinnandi fólks. Stórhugur sósíalistískrar verklÝðshrerfinear Islands vísar þjóðinni veginn til að framkvœma þær þjóðfélagslegu breyt- ingar, sem tryggja sífelldar framfarir í atvinnulífinu og lífs- kjörum þess fólks, sem skapar þjóðarauðinn.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.