Réttur - 01.05.1964, Qupperneq 8
72
H E T T U R
Gert er ráð fyrir að tekjutap ríkissjóðs af lækkun tolla og sölu-
skatts nemi um 4—500 milljónum króna á ári. Ríkissjóði sé bætlur
upp þessi tekjumissir með:
a. Stórauknu skattaeítirliti og öruggari skattlagningu á hvers konar
rekstri og gróðastarfsemi.
b. Ríkið taki í sínar hendur framleiðslu og heildsölu á sælgæti, öli,
gosdrykkjum o. íl.
8) Eftirtaldar ráðstafanir verði gerðar í húsnæðismálum:
a. lánstími verði lengdur í 40—60 ár og vextir lækkaðir í 3—4%
og nái þessar breytingar jafnframt til eldri byggingarlána.
b. Áherzla verði einkum lögð á stuðning við byggingar á félags-
legum grundvelli og ríki og bæjarfélög hafi forystu um hyggingu
hagkvæmra leiguíbúða.
c. Komið verði í veg fyrir brask og gróða á íbúðarhúsnæði.
d. Fé til íbúðarlána verði stóraukið, m. a. með beinu framlagi ríkis-
sjóðs árlega, föstu árlegu framlagi atvinnurekenda, skatti á
fasteignir og lóðir og með því að skylda bankana til þess að
leggja tiltekinn hluta af sparifj áraukningu til liúsnæðislána.
9 j Ráðslafanir vegna atvinnuveganna verði gerðar, m. a. þessar:
c. Vextir verði lækkaðir íyrst og fremst á afurðalánum.
L. Utflutningsgjöld á sjávarafurðum verði stórlækkuð.
c. Stofnlán verði gerð hagkvæmari.
d. Ríkið taki í sínar hendur allar vátryggingar í landinu (aðrar en
þær, sem nú þegar eru í höndum opinberra aðila), einnig inn-
ílutning og dreifingu á olíum og benzíni. Jafnframt verði gerðar
ráðstafanir til að draga úr milliliðakostnaði, sem hvílir á fram-
leiðslunni svo sem flutningsgjöldum, umboðslaunum o. fl.
e. Ríkissjóður leggi fram óaflurkræft fé til þess að vinna að stækkun
smábúa í landbúnaði og hafi áhrif á æskilega þróun landbún-
aðarins.
f. Um leið og framangreindar ráðstafanir eru gerðar verður fisk-
verð til sjómanna og bátaútvegsmanna að hækka verulega.
10) Uppbygging atvinnuveganna:
Áherzla verði lögð á að treysta sem bezt aðalatvinnuvegi þjóðar-
innar, sjávarútveg, landbúnað og iðnað og gæta þess jafnan að
atvinnutæki landsins séu í eigu landsmanna einna og þeir hafi alitaf