Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 12

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 12
76 RÉTTUR Fæturnir báru mig ósjálfrátt að herbergishurðinni og ég opnaði. Tveir Gestapómenn ruddust inn í íbúðina og sá þriðji var að koma úr lyftunni. „Hvers vegna opnaðirðu ekki, konuskepna?“ öskraði annar þeirra á tékknesku. „Eg heyrði ekkert.“ „Haltu kjafti, við höfum hringt í heilan klukkutíma!“ „Ég svaf. Hvað viljið þið?“ „Það kemur yður andskotann ekkert við!“ Þeir sviptu upp hurðinni á klæðaskápnum í anddyrinu, byltu öllu um og rifu niður fatahengin. Næst réðust þeir á bókaskápinn, tættu út bækurnar, blöðuðu lauslega í þeim og hentu þeim síðan á gólfið. Við höfðum keypt þessar bækur fyrir spariskildinga okkar, Júlek raðaði þeim með nærgætni í hillurnar, hverri á hinn útvalda stað. Hann elskaði þessar bækur og átti svo erfitt með að rífa sig frá þeim vorið 1939, er þýzku nazistarnir réðust inn í landið. „Hvar er maðurinn yðar?“ „Ég veit það ekki, ég hef ekki séð hann lengi.“ Ég sagði þetta ósköp blátt áfram og yppti öxlum. Þeir máttu skilja þetta eins og þeim þóknaðist, það gerði ekkert til þótt þeir héldu að ég væri fyrir löngu búin að gleyma honum. Ég hafði óstjórnlegan hjartaslátt. Þeir drógu út allar skúffur í skrifborðinu, rótuðu í öllu og hentu því síðan í haug á borðið. Loks fann einn Gestapómaðurinn skrifað blað sem vakti athygli hans. „Hvað er þetta?“ öskraði hann og rak blaðið upp að nefinu á mér. Ég þekkti strax blaðið. Þetta var arabiska stafrófið. Fyrir löngu hafði einhver skrifað það fyrir mig, ég látið blaðið í skrif- borðsskúffuna og gleymt því. „Arabiska stafrófið.“ „Lygi! Þetta er dulmálslykill. Hvaða dulmál er þetta? Hvar er maðurinn yðar?“ „Nei, þetta er arabiska stafrófið, látið sérfræðing athuga það.“ „Haltu kjafti! Og hvar er maðurinn yðar? Ut með það!“ „Ég veit það ekki, ég hef ekki lengi séð hann.“ (Síðar, hjá Gestapó í Petchek-höllinni, í hinu illræmda herbergi „Nr. 400“, hvíslaði Júlek eitt sinn að mér að þeir hefðu spurt hann nokkrum sinnum um blað með einhverjum táknum og fullyrt að það væru dulmálstákn. Ég hvíslaði að honum aftur að þetta væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.