Réttur - 01.05.1964, Qupperneq 13
R É T T U R
77
arabiska stafrófið og gátum við, jafnvel á þessum ömurlega stað,
brosað að „kænsku“ Gestapó).
Meðan einn þeirra skoðaði útvarpið og sneri baki að mér, gelti
hann: „Hvar er maðurinn yðar?“
Það gladdi mig ósegjanlega að þeir skyldu ekki hafa fundið Júlek,
og það hvarflaði ekki að mér að þeir væru þegar búnir að pynda
hann í marga klukkutíma.
„Eg veit það ekki, ég hef ekki lengi séð hann,“ endurtók ég enrj
„Klæðið yður, þér komið með okkur.“
Ur fatahrúgunni tók ég blátt fellingapils sem Júlek hafði gefið
mér, bláa ullarpeysu og kápu með hlýju fóðri. Er einn Gestapó-
maðurinn sá í hvað ég ætlaði, öskraði hann: „Til hvers, þér komið
strax aftur.“
(„Strax“ — eftir þrjú ár!)
Ég fór inn í baðherbergið og ætlaði að loka að mér á meðan ég
ldæddi mig, en tveir fasistanna eltu mig, annar inn í herbergið en
hinn stillti sér við dyrastafinn. Ég sneri við þeim baki og klæddi
mig. Báðir gláptu þeir ruddalega á mig.
„Þér vitið sem sagt ekki hvar maðurinn yðar er?“
„Ég veit það ekki, ég hef ekki lengi séð hann.“
— Hvað skyldi Júlek vera að gera? Líklega sefur hann. Klukkan
ir yfir tvö að nóttu. Ef hann aðeins vissi að þeir væru komnir hér
aftur ...
Þeir fóru með mig út. Sjálfir slökktu þeir ljósið í herberginu, á
baðinu og í anddyrinu. Ég aflæsti íbúðinni og stakk lyklinum í
handtöskuna. Þeir Iímdu miða á hurðina, ég laut fram og ætlaði
að lesa á hann, en þeir hrintu mér burt og skipuðu:
„Áfram!“
Við gengum niður stigann. Húsið var í fasta svefni. Bifreið stóð
á mannlausri götunni. Útlínur húsanna bar við sjóndeildarhring-
inn. Ekkert skóhljóð, steinhljóð. Allt var sem í álögum. Einn þeirra
ýtti mér þegjandi inn í bifreiðina. Tveir þeirra settust fram í, annar
þeirra undir stýri, sá þriðji við hliðina á mér. Vélin fór í gang og
við af stað. Ég veitti öllu athygli með rósemi eins og þetta væri
mér óviðkomandi. Mér fannst við aka óralengi, ábyggilega í gegn-
um Prag og lengra. Allan tímann spurðu þeir aftur og aftur: „Hvar
er maðurinn yðar?“ . . . „Ég veit það ekki, ég hef ekki lengi séð
hann.“ — Hvar skyldi Júlek vera? Bjá Rybarov, hjá Klinkov, eða
Baksov? Bara að ekkert komi fyrir hann!“