Réttur


Réttur - 01.05.1964, Side 15

Réttur - 01.05.1964, Side 15
R E T T U R 79 fvrir þau til að strjúka burt sýnina. Ég opnaði þau aftur og leit til liægri. Sýnin hvarf ekki. Ekki varð um villzt, þetta var félagi Jelínek. Hvar og hvers vegna hafði hann verið handtekinn? Var það á ein- hvern hátt í tengslum við Júlek? Jelínek svaraði spurningunni í augum mínum. Hann hreyfði höfuðið ofurhægt: — Við þekkjumst ekki. — Þetta var nánast ósýnileg hreyfing, líkt og andvari snerti bióm, og aðeins árvökul augu fanganna veittu henni athygli. Ég svaraði með nákvæmlega jafnósýnilegri höfuðbeygju: — Við þekkj- umst ekki. — Nei, nærvera hans hér gat ekki staðið í neinu sam- bandi við Júlek. Til hægri lá þröngur gangur til dyranna. Dauðaþögnin var rofin með því að einhver tók harkalega og hávaðasamt í hurðarhúninn og hratt hurðinni á gátt. Ég leit ósjálfrátt örlítið til hliðar. Gestapó- maður hrinti konu á undan sér inn í herbergið. Þegar ég sá hana betur þekkti ég að það var félagi Jelinkova. Hún hafði dökka bauga ur:dir augunum og andlitið var óeðlilega rautt. Hún dróst áfram með erfiðismunum. Eg glápti á hana. Það var engin angist í svip hennar, en augun glömpuðu óvenjulega eins og logar spegluðust í þeim. Við gáfum hvor annarri merki með óverulegri hreyfingu, ems og um hafði verið talað: — Við þekkjumst ekki! — Hún settist ofurvarlega á bekkinn eins og hún vildi forðast að krumpa kjólinn. Henni hafði verið misþyrmt og minnsta hreyfing var kvalafull. Ég hætti að horfa á hana og leit til annarrar hliðar. Mér fór fram í að taka eftir og nú þekkti ég annan kunningja, Pavlík bróður Jelinkovu, 18 ára pilt. Ég gaf honum merki með augunum og hann svaraði á sama hátt: — Við þekkjumst ekki. — Hvers vegna ert þú hér, ungi maður? Ég fékk enga skýringu. Pavlík bjó hjá Jelínek- fjölskyldunni, ég hafði séð honum bregða fyrir er ég heimsótti Júlek þar, en hann þaut alllaf burt eins og fugl sem flýgur hjá. Enn opnaðist hurðin og ég þekkti þau sem inn komu — Ríva Erídova og maður hennar. Þau báru erfiðlega annan fótinn fram fyrir liinn. Gestapómaður setti Rívu á bekkinn við hlið mér. Hún hreyfði höfuðið óverulega í áttina til mín. Brátt kom annar Gestapó- maður og fór burt með hana. Aftur og aftur var hurðin slegin á gátt sem af stormhviðu og Gestapómenn ráku fanga inn í herbergið. Blóðið seitlaði í gegnum föl þeirra, blóðför sátu eftir á bekkjunum, á gólfi og á veggjum. Þá var komið með mann í verkamannafölum, sem ekki vildi setjast. Gestapómaðurinn lét hann stilla sér upp við gula skrifborðið með

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.