Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 19

Réttur - 01.05.1964, Síða 19
ERNST FJSCHER: Listir og hugmyndafræðileg yfirbygging [Ernst Fischer er einn bezti rithöfundur sósíalismans í Austurríki og þótt víðar væri leitað. Hann er fæddur árið 1899. Faðir hans var liðsforingi. Sem ungur stúdent gerðist hann fylgjandi liinni sósíalistísku verklýðshreyfingu. Hann varð eftir fyrra heimsstríðið ritstjóri sósíaldemokratablaðsins „Arbeiter- wille“ í Steiermark. 1924 var leikrit hans, „Sverð Attila" sýnt í Burgtheater í Vín. 1927 til 1934 var hann ritstjóri aðalblaðs hins volduga austurríska Sósíal- demokrataflokks: „Arbeiter-Zeitung“ i Vín. 1931 var leikrit hans „Lenin“ sýnt í Carltheater í Vín. 1932 kom út bók hans „Krise der Jugend“ („Kreppa æskunnar"). Þegar Dolfuss-fasisminn austurríski hóf árásina á verklýðshreyf- ingu Austurríkis og þorri verkalýðs reis upp til vainar í febrúar-baráttunni 1934, brugðust hægri foringjar sósíaldemokrata. Gekk þá Ernst Fischer ásamt ýmsum öðrum góðum sósíaldemókrötum, er börðust gegn fasismanum, í Kommúnistaflokk Austurríkis. Eftir að nazistar tóku Austurríki var Ernst Fischer landflótta í Sovétríkjunum, stjórnaði m. a. útvarpssendingum þaðan til Auslurríkis á stríðsárunum. Eftir sigurinn yfir nazismanum og heimkom- una, varð Ernst Fischer menntamálaráðherra Austurríkis í fyrstu stjórninni eftir frelsunina og vann í því embætti mjög mikilvægt verk, sem viðurkennt er og af andstæðingum hans: nýsköpun uppeldismálanna í Austurriki. Ernst Fischer var þingmaður 1945 til 1959. Var hann frægur fyrir ræðu- snilld sína. Hárbeitt rök og fagurt mál einkenndu ræður hans og sérstaklega uiðu þær ræður landskunnar, er hann hélt um menningarmál. Hann átti sér- staklega auðvelt með að gera hin erfiðustu og flóknustu viðfangsmál fjöldan- um skiljanleg. Hver bók hans rak aðra um þessar mundir: 1945: „Die Entsteh- ung des österreichischen Volkscharachters" („Sköpun þjóðareðlis Austurríkis- manna“), 1946: „Das Fanal“ („Merkið“ — um ríkisþingsbrunann 1933 og vörn Dimitroffs) og „Osterreich 1848“ (um lýðræðisvandamál Austurríkis og byltinguna 1848), síðan „Freiheit und Persönlichkeit" („Frelsi og persónu- leiki“). 1947: „Die schwarze Flamme“ („Svarti loginn, ljóðasafn“). 1949: „Herz und Fahne“ („Hjarta og fáni“, ljóð). Síðan „Kunst und Menscheit“ („Listin og mannkynið"). 1952: „Denn wir sind Liebende“ („Þvf við elskum“, Ijóðasafn). 1953: „Dichtung und Deutung" (Skáldskapur og túlkun“). 1955: „Prinz Eugen“ (ásamt Luise Eisler): 1959: Von der Notwendigkeit der Kunst“ („Um nauðsyn listarinnar"). 1962: „Von Grillparzer zu Kafka“. Og

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.