Réttur - 01.05.1964, Page 25
R É T T U R
89
lýðsins. Satt er það, að hugmyndakerfi yfirstéttarinnar er ailsráð-
andi hjá meginþorra miðlungs rithöfunda og listamanna, en að-
eins að litlu leyti hjá hinum stóru og frumlegu. Þeir blanda ekki
geði við valdhafana, gagnrýna auðvaldsheiminn og fást ekki til
að lofsyngja ríkjandi ástand. A dögum lénsaðals og renisansa var
algengt að hylla lávarða í söngvum. Á auðvaldstímum er lilið á
slíkt sem fráleitt og ósamboðið sérhverjum listamanni með snefil
af sjálfsvirðingu.
Með lénsherrunum hvarf úr sögunni hið aumlega máltæki: „Eg
lcfsyng þann, sem gefur mér brauðið.“ Rithöfundar auðvaldsheims-
ins, allt frá Rousseau til Tolstoj og Blake til Kafka, tóku upp frá-
liverfa stefnu. Þótt ekki væru þeir með öilu óháðir ríkjandi hug-
n.yndakerfi, þá settu þeir oft fram skoðanir, sem brutu í bág við
það, og auðkýfingar og forsætisráðherrar áttu ekki samúð þeirra.
Oftast áttu þeir samstöðu með lítilmagnanum og hinum smáða,
ekki valdamönnum og titlalýð. Ur smáborgarastétt voru þeir
k.omnir, höfðu fágað og dýpkað innri mótsetningar hennar og voru
trúir þessari arfleifð í hlutfalli við andlega stærð sína, en vaxnir
upp yfir stéttir og samfélagshópa.
Vér getum tekið sem dæmi Flaubert, Rimbaud, Kafka og Picasso
og rannsakað það vegarnesti, sem smáborgarauppruni þeirra lét
þeim í té, og vér munum finna margt fróðlegt. Engu að síður er það
stærð listamannsins sem mestu máli skiptir og hið sérstaka í list
hans og séreiginlega. Það brýtur nefnilega í bág við hina félags-
legu skilgreiningu. Til hvaða hugmyndafræðilegrar yfirbyggingar
heyra mótsagnakennd listaverk Picasso? „Hnignandi“ borgara-
stéttar? Eða reikullar smáborgarastéttar? Eða verkalýðsstéttar nú-
tímans? Allar slíkar ályktanir væru ósannar. Picasso túlkar í verk-
um sínum mótsagnir samtímans, í ákveðnum tilvikum vilhalt,
hann er t. d. gegn afturhaldi, kúgun og grimmd; en oft blátt áfram
hlutlaust og bregður á listrænan leik — því listamaðurinn verður
að hafa rétt til að leika sér án þess að standa reikningsskil æðri yfir-
völdum. Og leikurinn með form, liti, skáldlegar myndir og tónstef
eru honum nauðsyn. Væri honum meinað þetta, yrði hann einskis
uýtur listamaður og betur settur á skrifstofu með ákveðinn vinnu-
stundafjölda á dag. Af þessum ástæðum er Picasso fulltrúi listar
sem er hátt hafin yfir miðlungsmennsku hins broddborgaralega
heims, list hans túlkar alls ekki sjónarmið yfirstéttar, þvert á móti
cr hún tjáning á þjóðfélagsandstœðum yfir höfuð, og ráðandi sjón-