Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 48
112
R É T T U R
kynnum sem illa hentuðu sem mannabústaðir. Stjórn lýðveldisins
hefur margsinnis lýst yfir því að hún hefði fullan skilning á kjörum
þessa fólks og væri reiðubúin til að draga úr þjáningum tyrkneskra
Kýpurbúa sem heimsvaldasinnar beita í sína þágu. Flokkur okkar
gerir allt sem í hans valdi stendur til að auðvelda tyrknesku flótta-
mönnunum að flytja heim til sín og búa í sátt og samlyndi með
grískum löndum sínum.
Spurning: Blöð heimsvaldasinna segja að grískir og tyrkneskir
Kýpurbúar muni aldrei geta lifað saman í friði. Hver er skoðun
ykkar?
Svar: Síðustu atburðir á Kýpur gefa til kynna að hinir raunsærri
í hópi tyrkneska minnihlutans beiti sér nú fyrir því að draga úr
átökum. Athyglisvert var skeyti það sem tyrkneski vísindamaðurinn
dr. Ihsan Ali frá Paphos sendi Inönu forsætisráðherra Tyrklands.
Dr. Ishan Ali hvatti tyrkneska forsætisráðherrann til þess að taka
ekkert mark á þjóðrembingsleiðtogum tyrkneskra Kýpurbúa og
aðstoða við að koma á eðlilegu ástandi á eynni. Hliðstæð dæmi um
góðan vilja hafa gerzt víðar á Kýpur, þar sem fulltrúar tyrkneska
þjóðarbrotsins hafa einnig beitt sér fyrir samvinnu og vináttu. Þess
ber að geta að í flestum borgum þar sem Grikkir og Tyrkir búa
saman hefur ekki komið til neinna átaka; í mörgum þessara borga
vinna sameiginlegar nefndir Grikkja og Tyrkja að því að tryggja
frið, vernda eignir beggja þjóðarbrotanna og koma í veg fyrir átök.
Þessar nefndir hafa starfað á eðlilegan hátt.
Við erum í alls engum vafa um það, að hægt er að tryggja sam-
vinnu og vináttu Grikkja og Tyrkja. Það er staðfest af áratuga
reynslu, þegar grískir og tyrkneskir landbúnaðarverkamenn unnu
saman á stórbýlum án tillits til þess hver átti landið. Grikkir og
Tyrkir vinna saman í námum, verksmiðjum, við byggingar, í höfn-
um og raunar öllum greinum atvinnulífsins. í stéttabaráttunni vinna
grískir og tyrkneskir verkamenn einnig saman. Það hefur ekki verið
háð eitt einasta verkfall í sögu verklýðshreyfingarinnar á Kýpur
án þess að Grikkir og Tyrkir hafi staðið sameiginlega að því.
Spurning: Brezkir heimsvaldasinnar fara um það fögrum orðum
að hersveitir þeirra verndi friðinn á Kýpur, en stjórn Kýpurs og
AKEL halda því fram að dvöl brezku herjanna á eynni sé undirrót
átakanna. Hver er skoðun ykkar?
Svar: Ef brezku hersveitirnar á Kýpur hefðu hegðað sér á annan
hátt en þær hafa gert hingað til, eða ef boðizt hefði sá enn betn