Réttur


Réttur - 01.05.1964, Page 55

Réttur - 01.05.1964, Page 55
R É T T U R 119 Fyrra tilvikið þarf ekki að ræða, því að það útilokar í sjálfu sér ÖII þau samskipti manna, sem eru viðfangsefni pólitískrar hagfræði. Hið síðara tilvikið kallast einföld vöruframleiðsla, og vinir okkar handiðnaðamennirnir hans Adams Smiths eru einmitt slíkir smá- vöruframleiðendur. Nú er það algengast við þær aðstæður sem við þekkjum, að sá sem á vinnuaflið sé ekki sama persónan og sú, sem hefur yfir fram- leiðslutækjunum að ráða. Þá kaupir eigandi framleiðslutækjanna vinnuaflið af eiganda þess og lætur vinnuna fara fram við sín tæki. Fiamleiðslutækin þjóna honum til þess að öðlast yfirráðarétt yfir vinnuafli annarra. Þegar vinnuaflið og framleiðslutækin eru persónulega aðskilin, þá verður vinnuaflið að vöru, eigandi framleiðslutækjanna kaupir það sem vöru og greiðir fyrir gildi þess og fær þannig framkvæmda vinnu við sín framleiðslutæki til að búa til nýjar vörur (þar með ný verðrnæti eða gildi). Vinnuaflið er tvíeðlis eins og allar vörur. C-ildi þess er jafnt þeirri vinnu, sem þarf til „endurframleiðslu“ þess, þ. e. lífsnauðsynjar beranda þess. Notagildi þess er hins vegar sá hæfileiki að skila „vinnu“, nefnilega að geta skapað ný verð- mæti. Það fer svo eftir tæknistigi framleiðslutækjanna, hvort hin r ýju verðmæti eru í stóru eða smáu framleiðslumagni. (Það vöru- gildi, senr vinnan — notagildi vinnuaflsins — skapaði, „líkamnast“ í litlu vörumagni, ef framleiðnin er lítil, en í miklu vörumagni, ef framleiðnin er mikil. Með öðrum orðum: tæknivæðing hækkar iramleiðnina). Sá sem við þessar aðstæður á peninga -— hið al- inenna skiptagildi allra hluta — getur notað þá sem auðmagn (kapítal), en það felst í eftirfarandi: Hann leggur út fé fyrir fram- leiðslutækjum og vinnuafli. Að aflokinni vinnunni, framleiðslunni, selur hann vöruna og hefur hagnað af. Það þýðir að hann fær meiri peninga til baka, en hann lagði fram í upphafi. Nú getur hann ekki tekið þennan hagnað af því einu að taka visst notagildis- form vöru (t. d. framleiðslutæki) og selja í öðru ástandi. Á því væri að vísu hægt að græða, ef skiptin væru ójöfn, en gildislögmálið sér um að þau séu yfirleitt og að meðaltali jöfn í þjóðfélaginu. Fána uppspretta jiessa hagnaðar getur vinnuaflið verið, þar sem það cr þeirrar sérstöku náttúru að skapa meira gildi en það sjálft hefur. Það felst í mismun notagildis þess og gildis. Þennan mismun kallar pólitísk hagfræði marxismans gildisauka, og á þessu byggir hún þá fullyrðingu sína, að kapítalistinn arðrœni verkafólk.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.