Réttur - 01.05.1964, Page 58
122
R E T T U R
aftur á móti eru hin framleiddu verðmæti einkaeign hvers kapítal-
ista um sig. I einfaldri vöruframleiðslu, sem svo er kölluð, íþegar
hver og einn smávöruframleiðandi vinnur sjálfur með eigin tólum),
þá er ofur eðlilegt, að hin framleiddu verðmæti séu í einkaeign þess,
er bæði átti framleiðslutækin og starfaði við þau. En við kapítal-
iska vöruframleiðslu, þegar vinnuaflið gerist söluvara, verður
einkaeignin á hinum félagslega framleiddu afurðum að böli hag-
kerfisins. Kapítalistar keppast í gróðaskyni við að auka og efla
framleiðslu sína. Hið gífurlega vöruframboð rekst á þröngar skorð-
ur, sem markaðinum eru settar, annars vegar af arðráni á verka-
lýðnum, hins vegar af takmarkaðri fjárfestingargetu þeirra sjálfra
sökum einkaeignarinnar.
Þessi mótsögn kemur fram í offramleiðslukreppum, þegar upp
hlaðast óseljanlegar vörubirgðir meðan almenningur líður skort;
hún kemur fram í óeðlilega háum hernaðarútgjöldum og annarri
sóun á vegum hins opinbera hjá stórveldunum; hún birtist í óskap-
legu auglýsingaflóði og sölumennskubrjálæði; hún birtist í út-
þenslustefnu og styrjöldum um markaði.
Það er því augljóst, að verkalýðnum ber ekki aðeins rökfræðileg
skylda til þess að leysa mótsagnir vöruframleiðslunnar, heldur er
það hans lífshagsmunamál að afnema kapítalismann og koma á
áætlunarbúskap sósíalismans. I þessari grein er ekki rúm til þess að
fara nánar út í þau atriði. En að lokum skal hér reynt að draga
mikilvægi vinnugildiskenningarinnar og gildisaukalögmálsins sam-
an í nokkra punkta:
1. Uppspretta gildisins, allra verðmæta er vinnan. Vinnan sem
sköpunarstarf hlutkenndra notagilda er því þýðingarmesta at-
höfn þjóðfélagsins. Allur auður og allar tekjur eru mynduð af
vinnu.
2. Gildi vöru í merkingunni raunhæft skiptagildi er almenn viður-
kenning á því, að hlutkennd vinna einhvers eignarréttarlega
einangraðs aðila hafi verið þjóðfélagslega nytsöm.
3. Gildið er sögulegs eðlis, varð til með vöruframleiðslunni og
mun hverfa með endalokum hennar.
4. Reglan um hin jöfnu skipti gildanna ríkir sem duttlungafullt
afl utan og ofan við mennina og samtök þeirra.
5. Gildislögmálið skýrir hið valta efnahagsgengi þjóðfélagsþegn-
anna, skýrir það af hverju smáframleiðendum fækkar, og sma-