Réttur


Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 2

Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 2
2 R E T T U R auðvaldsins. Og þar með er atvinnuleysi leitt yfir mestallt Norðurland. Iðnrekendur horfa á það aðgerðarlausir, að hverri verk- smiðjunni sé lokað á fætur annarri. Sjálfir ])regðast þeir þeirri skyldu sinni að skipuleggja hina íslenzku framleiðslu í stórum stíl og með nýtízku aðferðum, en slikt jafngildir oft því að aðeins verði ein verksmiðja í iðngrein, en það krefst um leið opinbers eftirlits og skipulagningar af hálfu ríkisins. íslenzkum iðnaði er nú í æ ríkara mæli fórnað á altari skurðgoðsins: verzlunar„frelsisins“, — les: verzl- unarauðvaldsins. Verzlunar- og fjármálavaldið í Reykjavík er sá aðili, sem ráðið hefur stefnunni undanfarin ár, — og raunar lengst af undanfarna áratugi. Til þessa valds hefur gróð- inn safnast, hvort sem fyrirtækin heita olíufélög, vátrygg- ingafélög, skipafélög, bíla-heildsalar eða önnur stór inn- flutningsfyrirtæki. Fjárfesting þessara aðila hefur verið hin óhagsýna eyðsla þjóðfélagsins. Þetla vald sogar til sín lánsfé, vinnuafl, húsnæði — og gefur ekkert í staðinn. Og þessir aðilar eru um leið aðalagentar erlends auðvalds á íslandi. Vatnaskilin í íslenzkum stjórnmálum eru um þetta: með eða móti verzlunar- og fjármálaauðvaldinu, — með eða móti samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Það er ekkert undanfæri að það verður að stylta vinnu- tíma og stórhækka dagkaup verkafólks og starfsfólks í vor. Þetta á fyrst og fremst að gerast á kostnað alls brasksins í þjóðfélaginu og á kostnað óreiðunnar og skipulagsleysis- ins. Það er yfirstéttarinnar að skipuleggja atvinnurekstur sinn af viti, ef hún vill vera að fást við hann, svo óhæf sem hún hefur sýnt sig til þess. Og ef atvinnurekendur í sjávar- útvegi og iðnaði þekktu sinn vitjunartíma, myndu þeir taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.