Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 2
2
R E T T U R
auðvaldsins. Og þar með er atvinnuleysi leitt yfir mestallt
Norðurland.
Iðnrekendur horfa á það aðgerðarlausir, að hverri verk-
smiðjunni sé lokað á fætur annarri. Sjálfir ])regðast þeir
þeirri skyldu sinni að skipuleggja hina íslenzku framleiðslu
í stórum stíl og með nýtízku aðferðum, en slikt jafngildir
oft því að aðeins verði ein verksmiðja í iðngrein, en það
krefst um leið opinbers eftirlits og skipulagningar af hálfu
ríkisins. íslenzkum iðnaði er nú í æ ríkara mæli fórnað
á altari skurðgoðsins: verzlunar„frelsisins“, — les: verzl-
unarauðvaldsins.
Verzlunar- og fjármálavaldið í Reykjavík er sá aðili,
sem ráðið hefur stefnunni undanfarin ár, — og raunar
lengst af undanfarna áratugi. Til þessa valds hefur gróð-
inn safnast, hvort sem fyrirtækin heita olíufélög, vátrygg-
ingafélög, skipafélög, bíla-heildsalar eða önnur stór inn-
flutningsfyrirtæki. Fjárfesting þessara aðila hefur verið
hin óhagsýna eyðsla þjóðfélagsins. Þetla vald sogar til sín
lánsfé, vinnuafl, húsnæði — og gefur ekkert í staðinn. Og
þessir aðilar eru um leið aðalagentar erlends auðvalds á
íslandi.
Vatnaskilin í íslenzkum stjórnmálum eru um þetta: með
eða móti verzlunar- og fjármálaauðvaldinu, — með eða
móti samstarfi við verkalýðshreyfinguna.
Það er ekkert undanfæri að það verður að stylta vinnu-
tíma og stórhækka dagkaup verkafólks og starfsfólks í vor.
Þetta á fyrst og fremst að gerast á kostnað alls brasksins
í þjóðfélaginu og á kostnað óreiðunnar og skipulagsleysis-
ins. Það er yfirstéttarinnar að skipuleggja atvinnurekstur
sinn af viti, ef hún vill vera að fást við hann, svo óhæf sem
hún hefur sýnt sig til þess. Og ef atvinnurekendur í sjávar-
útvegi og iðnaði þekktu sinn vitjunartíma, myndu þeir taka