Réttur


Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 33

Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 33
R É T T U R 33 sem réðust aí ótrúlegri heift á fólkið og virtust búnir til jafnvel Llóðugra átaka, ef því var að skipta. Það kom fljótt í ljós, að þótt verkamannahópurinn sýndist miklu fámennari, þá höfðu þeir tvöfalt þrek á við hvítliðana og áttu þann leik á borði, að slá hvern einasta hvitliða í svaðið, en verkamenn létu sér nægja að hrinda árásunum, vitandi, að árásarliðinu var uppálagt að æsa menn upp lil hermdarverka svo hægara væri á eftir að draga verkamennina fyrir lög og dóm. Þessi hvítliðaárás er sú hryggilegasta sjón, sem ég hefi augum litið. í litlum bæ, þar sem fólkið kemst ekki hjá því að þekkjast, var hægt að æsa upp fjölda manns til grimmilegra árása á verka- fólk bæjar.ins, sem ekkert hafði unnið til saka og engum þessarra manna gert nokkurt mein, hvílík hryggðarsjón. Mest bar á verzlunar- og skrifstofumönnum og mönnum í opin- berri þjónustu og kannaðist ég við livert andlit, jafnvel mennta- menn fylltu hóp þessarra illv.irkja, og er ég sannfærður um, að eng- an þeirra rak hið minnsta nauð til óhæfuverksins. I þessarri viðureign, 13. marz 1933, kom það glöggt fram, að verkamenn áttu meiri samúð meðal almennings en yfirvöldin reikn- uðu með, bryggjukarlarnir, sem áttu að vinna við skipið, stóðu við hlið félaga sinna, þegar þeir sáu hvað verða vildi, og margir þeir, sem áttu að berja á verkamönnum, höfðust ekki að. Eftir marg- ítrekaðar tilraunir, hurfu hvítliðarnir frá, samtímis losaði Nova festar og lagðist út á Pollinn. Svo þegar árásarliðið og áhorfendur voru horfnir af bryggjunni, stóð verkafólkið þar eftir í frosti og fjúki og réði ráðum sínum, því vitað var, að þólt lagabókin félli í spjöld og úrskurður bæjar- fógeta væri að engu hafður, voru yfirvöld bæjarins í miklum upp- reisnarhug, þessir tötralegu verkamenn á Torfunefsbryggju, sem neiluðu að vinna fyrir fallna mynt, skyldu þvingaðir til undanhalds. í Verkalýðshúsinu við Strandgötuna var sífellt vakandi starf, öllum kröftum var stefnt að einu marki, að standast þrekraunina á hverju sem gengi, konur verkfallsmanna voru mjög virkar i baráttunni, þær sáu um að lialda húsinu hreinu hvern dag, þær gáfu þeim kaffi, sem vaktir stóðu og unnu v.ið hlið manna sinna við dreifingu fregnmiða og söfnun í verkfallssjóðinn, og héldu vakandi sambandi við margt velviljað fólk i bænum, sem vann að því að auka samúð og skilning ahnennings. Formaður Verka- kvennafélagsins Eining var Elísabet Eiríksdóttir, sem átti fáa sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.