Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 3
RETTUR
3
liöndum saman við verkalýðs- og starfsmannastéttina og
bændur, til þess að framkvæma þær þjóðfélagslegu breyt-
ingar, sem stytting vinnutímans og bækkun dagkaupsins
krefst, fyrst og fremst á kostnað verzlunarauðvaldsins.
í ályktun Sósíalistaflokksins frá apríl 1964, er birt var
í 2. hefti Réttar, var gerð skýr grein fyrir þeim ráðstöfun-
um, er gera þarf í efnahagsmálum til þess að stöðva verð-
bólguna og bæta hag alþýðu með styttingu vinnudags og
liækkun dagkaups.
Látum oss taka tvö dæmi, sem sýna live óhjákvæmilegt
það er, að útgerðarmenn og iðnrekendur taki höndum sam-
an við verkalýðsbreyfinguna gegn verzlunarauðvaldinu og
yfirráðum þess, ef ekki á verr að fara:
1. Þjóðinni er nauðsynlegt að beina fjármagni sínu að
útgerð og iðnaði, til þess að auka þjóðarframleiðslu sem
mest. Nú er staðreyndin sú, að verzlunarauðmagnið rífur til
sín mesta útlánaaukninguna: Á síðastliðnum 4 árum (fram
að apríl 1964) hefur litlánaaukning bankakerfisins til
verzlunar verið 587.9 milljónir króna, en til sjávarútvegs
127.3 millj. kr., og til iðnaðar 334.7 millj. kr. (alls 462
millj. kr.), eða miklu meiri aukning til verzlunar en út-
vegs og iðnaðar samanlagt. Bílaumboðs- og verzlunarhall-
irnar við Suðurlandsbraut og Austurstræti tala sínu máli.
Svona hefur það ætíð verið á íslandi. Yfirdrottnun verzl-
unarauðvaldsins hefur verið þjóðarmein. — Þessu verður
aðeins breytt með einu móti: Ríkið taki í sínar hendur yfir-
stjórn jjárfestingar og það sé stefna ríkisins í slíkri fjár-
festingarstjórn, að draga úr allri fjárfestingu í verzlun,
jafnvel þjóðnýta vissar greinar, svo sem olíusölu, bílasölu,
lyfsölu, vátryggingar o. fl. Aðeins með slíku móti yrði fjár-
festingu fyrst og fremst beint að iðnaði og útvegi — og það
yrði auðvitað að gerast á skynsaman hátt: stækkun iðnfyrir-