Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 55
R E T T U ft
55
séu ekki sósialistar, nema fáir, og dragi ekki nema að nokkru leyti
sósialistiskar ályktanir af gagnrýni sinni, þá er hins vegar skil-
greining þeirra og djörf gagnrýni á þjóðfélagsástandinu í Banda-
ríkjunum injög skörp og lærdómsrík, ekki sízt livað snertir alla þá
möguleika, sem sjálfvirknin skapar, en auðvaldsskipulagið reynist
ófært um að hagnýta til gagns fyrir heildina.
Bandarískt sjónvarp og glæpastarfsemi.
Nefnd frá fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakaði í þrjú ár
áhr.if sjónvarps á glæpahneigð æskufólks og komst að mjög sorg-
legum niðurstöðum. Tímaritið „U. S. News & World Report“
skýrði nokkuð frá skýrslu nefndarinnar 9. nóv. sl. Nokkrar höfuð-
niðurstöður voru Jiessar:
Milljónir bandarískra harna verja meiri tíma í að horfa á sjón-
varpið en í að vera í skólanum.
Sjónvarpsatriðin, sem þau horfa á, eru sambland af glæpum,
kynferðismálum, hryllingi og grimmd.
Það er beint samband milli aukningar á glæpamyndum í sjón-
varpinu og vaxandi glæpastarfsemi meðal æskulýðs. 1954 tóku
glæpir og ofbeldisverk 16—20% af tíma sjónvarpsins, en 1962 var
jiessi þátlur kominn upp í 50—60%. Um 20 milljónir æskulýðs
sitja fyrir framan sjónvarpið kl. 7 til 11 að kvöldi, þegar glæpa-
sögurnar eru sýndar. Sjónvarpsfélögin hafa fundið að Jietta er
vinsælasla efnið, á það fá þau flesta „notendur“ — og sá sem
hefur flesla nolendur, fær mestar auglýsingar. Þannig rekur gróða-
fiknin Jiau til að rækta glæpahneigðina.
„Allt fyrir dollarann! Skítt með börnin og siðferðið,“ virðist
vera afstaðan.
Grikkland og Efnahagsbondalagið.
Gr.ikkland gekk í Efnahagsbandalagið (EBE) sem aukaaðili
fyrir rúmum 2 árum. Grikkir gerðu sér þá miklar vonir um mark-
aði þar. Nú sendir iðnaðar- og verzlunarráð Grikklands (Industri-
und Handelskammer) út yfirlýsingu, þar sem segir: „Árangur þess-
arra tveggja fyrstu ára Grikklands í EBE er sorglega lítill, Jiótt