Réttur - 01.01.1965, Qupperneq 38
38
R É T T U U
forustu Einars og Brynjólfs, varð kaupdeilan á Akureyri ekki að-
eins um kaupið, heldur og skóli um mátt samtakanna og um rétt
vinnandi manna til mannsæmandi lífskjara.
Skuggar deilunnar voru að renna bak við önn dagsins og vinna
í tunnuverksmiðjunni hafin, þegar sú frétt harst inn iil okkar einn
daginn, að Jón Rafnsson hefði verið settur inn í tukthús bæjar-
ins. Eg stóð við eina vélina og vann þar min handtök og nú fóru
lunnurnar að berast hraðar að en venjulega. Það hafði eitthvað
lagst í loftið, sem menn drógu að sér, svo að handtökin urðu hrað-
aði og við ræddum það með okkur að mæta við tukthúsið strax
að lokinni vaktinni, en þá var jón kominn út í þann mikla skála,
sem við eigum þó sameiginlegan og stóð ásamt fjölda fólks undir-
himinhvelfingunni framan við sýslumannshúsið, en á bílpalli í
miðri mannþyrpingunni stóð maður og hélt ræðu. V,ið þekktum
strax röddina og hröðuðum okkur til að missa ekki af orðununi.
Einar Olgeirsson var að tala, rödd hans barst út yfir mannfjöldann
og inn á sýsluskrifstofurnar. Og fólkið sameinaðist í reiðiþrung-
inni þögn gegn þaim valdhöfum, sem ekki létu sér nægja að siga
hvítliðasveitum á fátækasta fólkið í bænum, sem ekkert hafði til
saka unnið, en krafðist þess aðeins að fá umsaminn taxta fyrir
vinnu sína, lieldur átti nú að ná sér niðri á þeim, sem þorðu að
verja rétt þeirra snauðu og fangelsa forustumennina. A þessu torgi
var risinn dómstóll fólksins, sem krafðist réttlætis svo hrikti í húsi
l'urgeisanna um allt land, svo þeim brast hugur að fangelsa fleiri
í þessarri deilu, en þennan dag hefði Jón Hreggviðsson tvíhrækt
á þá, fyrst af því að þeir dæmdu rangt og enn meira, þegar þeir
síðan dæmdu rétl, því að þá voru þeir hræddir.
Á Alþingi var um þessar mundir eitt frumvarp til laga um ríkis-
lögreglu, sem burgeisar landsins báru sér við brjóst. Það fruinvarp
varð aldrei að lögum, enda drifu að mótmæli. Alls staðar þar sem
verkamenn unnu saman í hóp, var því mótmælt. Allir vissu, að rík-
islögreglu var ætlað það hlutverk að berja niður verkamenn, ef
þeir dirfðust að bera fram kröfur, og mótmælaaldan barst svo Iiátt,
að frumvarpi um ríkislögreglu var þá stungið undir slól. 1 tunnu-
verksmiðjunni voru þessi mól rædd og þá fann ég, hvernig menn
h.örðnuðu og urðu ákveðnari í andstöðunni gegn ofbeldinu, í loft-
inu lá bylting, menn vissu, að aðeins bylting gat stöðvað ofbeldi
auðvaldsins.