Réttur - 01.01.1965, Qupperneq 22
22
II É T T U K
verðmœti þessara atvinnuj'reina uin mjög háar fjárhœðir
á hverju ári.
Arið 1963 nam heildarútflutningur Islendinga aj niður-
soðnum og niðurlögðum sjávarafurðum aðeins 339 tonnum
og að verðmœti 17 milljónum króna. Ileildarútjlutningur
Norðmanna nam á þessu ári fram til 5. september 20000
tonnum af sams konar sjávarafurðum.
Hefðu Islendingar lagt jafnmikla álierzlu á þessa jram-
Leiðslu og Norðmenn, myndi útflulningurinn nema yfir 1000
milljónum króna á ári.
Slíkir eru möguleikar íslendinga á þessu sviði og eru þó mikiu
meiri, þegar betur er að gáð og hráefni landbúnaðarins eru einn-
ig höfð í huga.
Fjáhagslegt gildi aluminíumverksmiðju af þeirri gerð, sem rætt
hefur verið um, er harla lítið í samanburð.i við fullvinnslu hráefna
sjávarútvegs og landbúnaðar.
Talið er, að bein útgjöld landsmanna í erlendum gjald-
eyri vegna rajorkuvirkjunar, sem byggð yrði jyrir alumin-
iumverksmiðjuna, yrðu mun meiri, nokkur fyrstu árin, en
gjaldeyristekjur af raforkusölunni. Séu allar gjaldeyristekj-
ur taldar, sem lil falla frá aluminiumverksmiðjunni fyrir ís-
lenzkt vinnua/l og beina þjónuslu, mundu þœr nema um
120 millj. króna á ári, eða lœgri fjárhœð en sem nemur ár-
legri framleiðslu einnar meðalstórrar síldarverksmiðju í
landinu.
Fjárhagslegt gildi aluminiumverksmiðjunnar í efnahagskerfi
þjóðarinnar hlýtur því að vera lítið.
Hættan við að heimila erlendu auðfélagi að byggja aluminíum-
verksmiðjuna mundi liins vegar vera injög mikil. Með því væri ör-
lagaskrefið sligið. Erlendir aðilar hefðu fengið leyfi til atvinnu-
rekstrar í landinu. Næsla skrefið yrði að stækka verksmiðjuna.
Síðan kæmi olíuhreinsunarstöð úllendinga og að sjálfsögðu mundi
bið erlenda fjármagn leita fast eftir að fá að nýta dýrmætustu auð-
iindir landsins, fiskimiðin í kringum landið, og síðan að mega
nýta fiskaflann og aðra gróðavænlega framleiðslu í landinu.
Hættan er fólgin í því, að erlent einkafjármagn yrði fyrr en