Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 32
32
R É T T U R
þegar mættir, þeir voru hlýlega klæddir og virðulegir í fasi og
aJltaf fjölgaði fólkinu.
Verkfallsmenn, í snjáðum fötum með ullarvettlinga og niður-
dregnar húfur, rjátluðu til og frá og börðu sér, jreir voru eitthvað
svo ákveðnir í taktlausum hreyfingum, að frakkamenn hliðruðu
sér hjá að líta niður á Jjá eins og þó var venja, þessir fátæku at-
vinnuleysingjar í verkfalli voru eitthvað stærra en jaá hafði grun-
að, það var næstum ómögulegt að taka einn og einn þeirra tali, og
þeir úr hópi verkamanna á bryggjunni, sem frakkamenn töldu sig
næstum eiga, voru komnir upp að hlið verkfallsmanna.
Bryggjan var full af fólki og í foftinu var einhver spenna svo
snjókornin áttu erfitt með að falla til jarðar og menn voru á sí-
íelldu rölti. Mest bar á verkafólkinu, enda voru Verkamannafélag
Akureyrar og Verkakvennafélagið Eining mætt sem fulltrúar og
íorustukraftar verkalýðsins á Torfunefsbryggjunni. A vörubíls-
palli stóðu nokkrir menn og jrar á meðal formaður Verkamannafé-
lagsins, Steingrímur Aðalsteinsson, sem ávarpaði nú bryggjufólk-
ið og lýsti yfir afgreiðslubanni félagsins á skipið á meðan ekki
væri samið við félagið og hvetur hann allt verkafólk á Akureyri
til að standa fast saman um Jjá ákvörðun.
Af sama bílpalli töluðu jjeir jón Rafnsson og Þóroddur Guð-
mundsson, landsþekktir verkalýðsforingjar, sem komnir voru til
liðs við verkfallsmenn og áttu sinn })átt í, hve öll skipulagning var
á traustum grunni reist.
En á Torfunefsbryggju voru einnig mættir liðsmenn hæjarstjórn-
ar með bæjarfógeta í broddi fylkingar, og leyndi sér ekki, að verka-
mönnum var hugsuð þegjandi J)örfin. Þessir menn voru ekki komn-
ii til að veita þeim snauðu vinnu eða brauð og ekki til að aðstoða
verkafólkið í haráttunni, en háru utan á sér líLÍlsvirðandi óvild
lil þess fólks, sem neytir síns hrauðs í sveita síns andlits, hér fóru
stríðsmenn auðvaldsins.
Bæjarfógetinn hampaði lagahók í nafni konungs Danmerkur og
Islands og las í heyranda hljóði hótanir um fésektir og fangelsis-
vistir, í nafni konungs skipaði hann verkamönnum hurt af bryggj-
unni en öðrum að hefja vinnu.
Þegar sýnt var, að hverju stefndi, að bæjarfógetinn hugðist
ryðja bryggjuna með J)eim málaliðum, sem tekizt hafði að smala
saman og æsa nægilega upp gegn verkafólkinu, þá J)jöppuðu verka-
mennirnir sér saman við skipshliðina og mætlu J)ar hvílliðunum,