Réttur


Réttur - 01.01.1965, Qupperneq 24

Réttur - 01.01.1965, Qupperneq 24
24 RETTUR Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð nijög sterkum tökum á Alþýðu- flokknum og grefur undan sjálfstæði hans með ýmsum hætti. Honum hefur tekizt að gera Alþýðuflokkinn allháðan sér í verka- lýðshreyfingunni, og þar hefur honum lekizt að ná þýðingarmik- iili aðstöðu, sem Alþýðuflokkurinn hafði. Áhrif Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur eru nær engin orðin m. a. vegna tengsla hans við Sjálfstæðisflokkinn. Á hinu ahnenna stjórnmálasviði hefur aðstaða Alþýðuflokksins veikzt mjög, og ljóst að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hugsa sér hlutverk Alþýðuflokksins á þeim vettvangi einungis það, að tryggja Sjálfstæðisflokknum valda- aðstöðu í landinu. Framsóknarflokkurinn dregur ekki dul á, að liann stefnir að borgaralegu tvíflokkakerfi í landinu. Hann hefur nú tekið upp það kjörorð, að allir andstæðingar íhaldsins eigi að sameinast í einum flokki, Framsóknarflokknum. Með þetta markmið í huga leggja foryslumenn Framsóknar- flokksins á það ríka áherzlu, að ná fótfestu í verkalýðshreyfing- unni og reyna að ná til sín fylgismönnum Alþýðuhandalagsins. Það er m. a. af þessum ástæðum, sem foringjar Framsóknar tala mjög fagurlega um ýmis baráttumál verkafólks og launamanna fþó að sömu menn hafi löngum áður haldið uppi hatrammri and- slöðu gegn kaupkröfum verkamanna og m. a. barizt ákaft gegn vísitölutryggingu á launum). Nú þykir ýmsum foringjum Framsóknarflokksins henta að tala gegn siðspiliandi áhrifum hermannasjónvarps og vara við makki stjórnarvaldanna við erlenda aðila um herbækistöðvar í Hval- íirði, hæði til þess að friða ýmis þjóðholl öfl í flokknum sjálfum, og þá fyrst og fremst stóran hluta íslenzku bændastéttarinnar — og lil þess að draga aðra einlæga þjóðfrelsissinna undir merki sín. Forysta Framsóknarflokksins her þó ábyrgð á því, að leyfi var veitt fyrir því hermannasjónvarpi, sem nú stendur háski af, og hann her sömu ábyrgðina og núverandi stjórnarflokkar á erlendri hersetu í landinu og þátttöku iandsins í hernaðarbandalagi. Framsóknarflokkurinn er horgaralegur hentistefnuflokkur, sem hagar áróðri sínum eflir því, hvort hann er í ríkisstjórn eða í st j órnarandstöðu. Hann getur aldrei orðið sá flokkur, sem íslenzk verkalýðshreyf- ing treystir fyrir sínum málstað. Kjarabarálta launþega á und- anförnum árum hefði orðið harla lítil undir forystu Framsóknar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.