Réttur


Réttur - 01.01.1965, Síða 42

Réttur - 01.01.1965, Síða 42
42 R E T T U K íbúðir, blóm og aðrir fagrir hlutir fyrirfundust ckki handa okkur. Fyrsta heimilið okkar var lierbergi í yfirgefnu húsi, gluggalausu, — aðeins madressa á gólfinu. A nóttunni þorðum við varla að slökkva Ijósið vegna skriðkvikindanna, sem allt var fullt af. Samt vorum við hamingjusöm... . Við giftumst 1953, þegar ógnarstjórnin þá var mest. Hve margir félagar okkar fóru þá ekki að heiman og komu aldrei aftur. Dýfliss- urnar gleyptu þá eins og gröfin. Eftir að Kassem tók upp harðstjórastefnu í innanlandsmálum og hóf ofsóknir gegn byltingarmönnum, beið ég livern dag kvíðafull iieimkomu Salaams. Þegar sá tími nálgaðist, að hann ætti að koma, íannst rriér ég oft heyra skot. Kverkarnar urðu þurrar, hjartað barðist, kvíðinn gagntók mig. Og svo kom hann, hló að ótta mín- um og ég hjúfraði mig upp að lronum til að fela sársaukann. Aldrei reyndi ég að telja honum hughvarf, fá hann til að hverfa aí braul sinni. Þvert á móti. Eg lærði að hata heimsveldisstefnuna og harð- stjórnina af öllu hjarta .... Hár mitl varð grátt, sorgin heltók hjarta mitt að eilífu, er mér barst fregnin um pyntingar og dauða mannsins, sem ég elskaði, — mannsins, sem ég var fús til að deyja fyrir. Á þessum skelfilegu augnablikum var ég gripin sterkri, nýrri kennd. Samhliða sorginni fann ég til stolts. Já, Salaam hafði fórn- að lífi sínu, hamingju minni, hamingju barna minna, fyrir fólkið. En hann hafði varðveitl heiður okkar, flokksins og þjóðarinnar. Hann var áfram með okkur, hann hafði haldið orð sitt, fórnað lífi sínu fyrir frelsi og hamingju lands síns. Ég hef misst lífsförunaut minn, sársauki þess missis varir æfi- langt. En hjarla mitt gleðst yfir því, að maðurinn, sem ég ann, var sannur maður. Aldrei hilaði trú hans á málstaðnum. Og hver nýr sigur, sem kommúnisminn vinnur, er mér sárabót. Dýrð sé þeim mönnum og konum, sem láta lífið fyrir hinn góða málstað, — sem með hugrekki sínu sanna stórfengleik hugsjóna sinna, — sem ineð baráttu sinni og fórn afhjúpa ófreskju imperial- ismans og ryðja brautina til sigursællar framtíðar!

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.