Réttur


Réttur - 01.01.1965, Side 25

Réttur - 01.01.1965, Side 25
H E T T U K 25 ilokksins. Og hætt er við, að mótslaða íslenzku þjóðarinnar hefði orðið lítil gegn erlendu valdi og áhrifum erlends hernáms, ef forysta Framsóknarflokksins hefð.i ein verið þjóðinni til stuðn- ings í þeim mólum. Yrði Framsóknarflokknum hins vegar veru- lega ágengt í þessari viðleitni sinni til að koma á tvíflokkakerfi gerðist það naumast á annan veg en völd og ílök fésýslumanna hæjanna í flokknum ykjust stórlega frá því sem nú er, en áhrif og hlutur bænda rýrnaði þar að sama skapi. Hæltan af slíkri tvíflokkaþróun beinist því ekki gegn verkalýðsstéttinni einni. Islenzk alþýða og þá fyrst og fremst íslenzkur verka- lýður, hefur bœði rnátt og vilja til að bœgja frá sér liœttu tvíflokkakerfisins. Islenzkur verkalýður hefur átt sér sinn eiginn flokk eða flokka allt frá 1916. Hann er pólitískt mynd- ug stélt og œtlar sér ekki það hlutskipti, að lála tvo borgara- flokka, scm lítið ber á milli, bjóða á víxl í fylgi sitt í kosn- ingum, líkt og gerðisl í Bretlandi á 19. öld og á sér enn stað í Bandaríkjunum. Islenzkur verkalýður og alþýða á sér nú pólitískan floklc og eigin samtök, Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið. Og þessi samtök eru tengd verkalýðslireyfingu landsins traust- um böndum. Það er hlutverk íslenzkrar alþýðu að efla þau til margfalt meiri áhrija á stjórnmálasviðinu. Jafnframt telur flokksþingið ríka nauðsyn á að efla og auka sem mest þá samstöðu verkalýðsins úr ýmsum stjórn- málaflokkum, sem átt liefur sér stað í kjaramálum verka- lýðshrey jingarin nar. Einkum leggur þingið áherzlu á, að reynt verði að koma á nánara samstarfi við hinn gamla verlcalýðsflokk, Alþýðu- jlokkinn, bœði í einstökum verkalýðsfélögum og í þeim liags- munamálum verkalýðshreyfingarinnar sem nú eru efst á baugi. Alítur þingið að slíkt samstarf sé afar mikilvœgt til að tryggja sem beztan árangur í þeim hagsmunaátökum, sem jramundan eru, og spor í þá átt að bœgja frá þeirri hœttu tvíflokkakerfis, sem nú lœtur á sér brydda. Jafnframl œtti slík samstaða í hagsmunamálunum að geta opnað leiðir lil nánara pólilísks samstarfs þessara flokka, en á því er nú full þörf.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.