Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 11
K A R L M A R X :
Tvö aldargömul bréf
til Bandaríkjaforseta
lí uppliafi þessa árs eru liðin hundrað ár síðan Abraham Lincoln, forseti
Bandaríkjanna og foringi í frelsisstríði þrælanna og Norðurríkjanna gegn
aðli Suðurríkjanna, var myrtur, en Þrælastríðinu, 1861—65, lokið með ósigri
þiælaeigendanna. Tvö bréf, sem Karl Marx samdi og send voru af fyrsta
Alþjóðasambandinu til forseta Bandaríkjanna, varpa skæru ljósi á afstöðu rót-
tæks verkalýðs í Evrópu til Þrælastríðsins og bafa að geyrna svo gullfagra og
sanna lýsingu á Abrabam Lincoln, að betri getur vart.
Þyki mönnum bjartsýni Marx of niikil um framtíð þá, er Bandaríkjanna
biði eftir ósigur þrælabaldaranna, þá er vert að minna á, að endalok borg-
arastyrjaldarinnar gáfu vissulega tilefni til slíks: Það varð eins konar
bændabylting víða í Suðurríkjunum, er þeldökkir bændur slógu eign sinni
á búgarða sigraðra þrælaeigenda. En eftir nokkur ár var þessi bylting kæfð
í blóði og þagað um bana í sögu Bandaríkjanna. Howard Fast, hinn kunni
ameríski rithöfundur, hefur skrifað skáldsögu sína, „Freedom Koad“ (Leið-
in til frelsis) um þessa atburði, byggða á sögulegum heimildiun. „Frelsi
vinnunnar" var ekki eins fjarri að verða lilutskipti alþýðu Bandaríkjanna,
bænda og verkamanna, eins og eftir á kann að virðast. Það var gagnbylting
Ku-Klux samsærisins og annars afturhalds, seni stöðvaði þá þróun og kæfði
1 blóði.
Ilér á eftir eru þýdd þau tvö bréf, sein Karl Marx samdi, annað til Abra■
hams Lincolns en hitt til Andrew Johnsons. Bréfið til Lincolns skrifaði
Marx á tímabilinu 22.—29. nóv. 1864. Á fundi miðráðs AIþjóð'asarnbands
verhalýðsins 22. nóv. var samþykkt að óska Lincoln til hamingju með cnd-
urkjörið sem forseta Bandaríkjanna. Marx samdi bréfið. Var það einróma
samþykkt á miðráðsfundi 29. nóv. og síðan sent Lineoln nm sendiráð Banda-
ríkjanna í London. Bréfið var fyrst birt i „Daily News“ 23. des. s. á„ síðan
f öðrum blöðum. l'rá Lincoln barst svarbréf til miðráðsins 28. janúar 1865 og
var það birt í „Tinies" 6. febrúar.
Marx segir í bréfi til Liebknechts, að af öllum þeim bréfum, sein Lincoln
sendi alls konar samtökum, væri svarbréfið til Alþjóðasambandsins það eina,
sem ekki var aðeins formleg mótttökukvittun.
Bréfið til Jolmsons skrifaði Marx á tímabilinu 2.—9. maí 1865. Ilinn 14.
apríl 1865 var Lincoln myrtur af erindreka þræla- og stóriðjueigenda í Suð-