Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 8
ÁSGEIR SVANBERGSSON:
Hugleiðing um landbúnað
Oít er rætt og ritað um íslenzkan landbúnað og málefni hans.
Mótast þær umræður sem aðrar af ýmsum viðhorfum höfunda og
sýnist sitt hverjum. Bændur halda gjarnan uppi áróðri fyrir at-
vinnu sinni. Það kalla sumir barlóm. Aðrir mæla gegn framleiðslu
landbúnaðarvara á íslandi. Ofgar í málflutningi á hvora hlið sem
er, verða ekki bændum til framdráttar. Islenzkri bændastétt er þörf
á upplýsinga- og kynningarstarfsemi, sem hafi það markmið að
kynna öðrum stéltum líf og starf bóndans, til að uppræta van-
þekkingu á högum bænda og reka áróður fyrir mikilvægi land-
búnaðar.
Það verður hins vegar ekki dulið, að landbúnaður veitir þeim,
sem við hann starfa nú, lakari lífskjör en aðrar starfsgreinar í þétt-
býli. 1 þessu efni er of mikill munur á borg og sveit. Borgin, þétt-
býlið, hefur nú einokun á því nær allri menningarstarfsemi. Þar
eru leikhús, söfn, skólar, miðstöðvar lista og vísinda. Það er regin
r.iunur á aðstöðu æskunnar í borg og sveit. Betri aðstaða og hús-
næði í þéttbýlinu sogar til sín alla beztu kennslukraftana. Sveitirn-
ar fá aðeins mola af borðum vizkunnar.
Samgöngur í dreifbýli eru lakari en í þéttbýli. Heilir landshlut-
ar búa við óviðunand.i einangrun langtímum saman á vetrum og
innan eins og sama byggðarlagsins liggja samgöngur á nútíma vísu
oft niðri. Mikill hluti dreyfbýlis er enn án lífsþæginda eins og raf-
roagns. Almenn heilbrigðisþjónusta er víða léleg og sums staðar
engin. Það getur koslað tugi þúsunda að ná til læknis í neyðartil-
íellum, um vegalengdir, er skipta hundruðum kílómetra. Féiagslíf
í sveitum er yfirleitt mjög lakmarkað, enda varla við öðru að
búast, þar sem talið er, að engin stétt vinni meira en bændur, nema
þá sjómenn að veiðum.
Það sem hér hefur verið drepið á, eru engin ný sannindi. Flest
er það margtugg.ið og rætt. Það hefur verið bent á leiðir, samdar
tillögur, gerðar kröfur. En eitt aðalatriði hefur oft, ef ekki alltaf
J