Réttur - 01.01.1965, Page 36
36
U É T T U R
Einar Olgeirsson falar. „Rödd hans barst út yfir mannfjöldann og inn
á sýsluskrifstofurnar."
Nova kom til Reykjavíkur og þar skorLi ekki á vilja atvinnurek-
enda að afgreiða Akureyrarvörurnar. En á þeim hafnarbakka mættu
íhaldsöflin Dagsbrúnarmönnum, sem þrátt fyrir að sljórn Dags-
brúnar og Alþýðusambandsstjórn stæðu þá með íhaldinu, höfðu
krafl til að hindra að Nova fengi afgreiðslu.
Nova sneri norður og lagðist á Pollinn.
Ekki fór það dult, þegar Nova kom til baka, að hvítliðarnir
töldu sig þess albúna að leggja til atlögu við verkfallsmenn, enda
komnir í þann ham undir stjórn kunnáttumanna og æsti þar liver
annan í gleði sinni, en stjórn kaupslaðarins og gætnari borgarar
létu sér loks skiljast, að verkalýðshreyfingin í landinu undir leið-
sögn kommúnislanna, var orðin það þjóðfélagsafl, sem taka varð
af fullri alvöru. Verkamennirnir voru ekki framar einangraðir
smáhópar, heldur ein landsfylking.
Eins var vitað, að hvítliðar voru dýrir auk annars kostnaðar,
sem orðinn var margfaldur á við kaupmismuninn, og var nú Joks
leitað eftir samningum við Verkamannafélagið ... ,