Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 7
K E T T U R
7
Aloima er hættur að vinna. Hann er ekki lengur svangur. Hvíti
íáninn táknaði það, að enn eitt barn hefði bætzt í þann óteljandi
hóp Ameríkana, sem verða Iiungurdauðanum að bráð. Hann var
aðeins sex ára, en í honum bjó aldagamalt hungur. Líf hans hafði
verið einskis metið, og sem dáinn var liann heldur ekki reiknaður
með. Orlög hans eru örlög þjóðar hans.
TIL LESENDA RÉTTAR
Nú hefst nýr árgangur Réttar og tíinamót í sögu hans nálg-
ast. Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan sá ágæti brautryðjandi
Þórólfur Sigurðsson, bóndi í Baldursheimi, aðalútgefandi
og ritstjóri Réttar í 10 ár, dagsetti ávarp það, er Réttur hófst
með, en það var dagsett 1. des. 1915 á Akureyri, þó 1. árgang-
urinn teldist síðan 1916. „Réttur“ er þvi brátl liálfrar aldar
gamall, þó árgangar séu aðeins 48, því tveir féllu úr, 1945
og 1956. Fyrir um það bil 40 árum tóku marxistar í gamla
Alþýðuflokknum meir og meir við ritinu, í árgangana 1924
og 1925 rituðu þeir allmikið og 1926 tóku þeir við Rétti og
þar með núverandi ritstjóri.
Það væri því áslæða til að hinir góðu og tryggu lesendur
Iléttar minntust hans rækilega á þessum tímamótum með
því að ræða við kunningja sína uin hann og útvega honum
nýja kaupendur. „Réttur“ hefur eflst nokkuð síðustu árin,
aukið fjölbreytni og komið oftar út: 1962 finnn hefti (1., 2.,
3.—4., 5.—6., 7.) alls 336 blaðsíður, 1963 þrjú liefti (1., 2.,
3.—4.) alls 216 blaðsíður, og 1964 fjögur hefti (1., 2., 3., 4.,)
alls 256 blaðsíður. Réttur þarj að ejlast enn og helzt koma
oftar út og stœkka jafnliliða því sem vandað yrði meira tU
efnis lians. En forsenda alls þessa er aukin útbreiðsla. „Rétt-
ur“ heitir því á hvern lesenda sinn að gera það, sem hann
getur til þess að útbreiða hann. Afgreiðslan mun með ánægju
senda nokkur hefti ókeypis til nýrra áskrifenda til reynslu,
svo og láta síðustu 1—2 árganga fylgja sem kaupbæti fyrir
þá, sem verða fastir áskrifendur strax. Ritstj.