Réttur


Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 15
R É T T U R 15 Vér eigum ekki orð um þá sorg og skelfingu, sem fyllir reiði- þrungin hjörtu í tveim heimsálfum. Jafnvel þeir vitfyrringar, sem ár og síð og alla tíð strituðu vonlaust við það, siðferðilega að reka rýtinginn í bakið á Abraham Lincoln og hinu mikla lýðveldi, sem hann veitti forstöðu, standa nú skelfdir andspænis hinni almennu tjáningu á tilfinningum fólksins og keppast hver um annan þveran við að strá blómum mælskulistar í opna gröf hans. Nú eru þeir komnir á þá skoðun, að hann var maður, sem gafst ekki upp fyrir andstreymi, lét ekki velgengni svífa á sig, en stefndi hiklaust að háleitu marki, án þess nokkru s,inni að stofna öllu í hættu með óða- goti, — fetaði sig varlega áfram án þess nokkurn tíma að hörfa aftur á bak; fékk ekki glýjur í augun af lýðhylli né lét hugfallast j)ótt kaldara blési. Hörkulegar aðgerðir mildaði hann með elsku- legri hjartahlýju, á dapurlegan ofsa varpaði hann heiðríkju með kímnu brosi. Og hið mikla verk sitt vann hann blátt áfram og lát- laust, að sínu leyti líkt og einvaldar af guðs náð eru van.ir að gera ómerkilega hluti með fordildarljóma og íburði. I stuttu máli, hann var einn þeirra sjaldgæfu manna, sem tekst að verða miklir án jiess að hætta að vera góðir. Látleysi jjessa mikla og góða manns var í sannleika þvílíkt, að þá fyrst er hann var fallinn í valinn sem píslarvottur uppgötvaði heimurinn að hann var hetja. Hr. Seward* hlaut að verðugu þann heiður — með slíkum leið- toga sem Abraham Lincoln — að verða annað fórnarlamb hins illa djöfuls þrælahaldsins. Var það ekki hann, sem var það glögg- skyggn, að hann skildi eðli „hins óumflýjanlega áreksturs“** á Jieim tíma, er ákvörðunarleysi ríkti — og áræddi að segja frá því? Var það ekki hann, sem sýndi joað á döprum stundum í deilu þess- ori, að hann var trúr hinni rómversku skyldu, að missa aldrei traust- ið á lýðveldinu né stjörnufána þess? Vér vonum af öllu hjarta, að hann og sonur lians fái fullan bata — og fyrr en eftir „níutiu * IP'illiam Henry Seward (1801—1872) einn af leiðtogum hægri arms repúklikana, gengdi mörgum opinberum trúnaðarstörfum, m. a. utanrikis- ráðherra 1861—1869. Þegar Lincoln var niyrtur, var einnig reynt að myrða Seward, og hann og sonur hans særðust hættulega. ** Tilvitnun í ræðu Sewards á fundi í Rochester 25. okt. 1858. Seward talaði um „óumflýjanlegan árekstur“ og að Baudaríkin myndu, að hans álili, anngð hvort verða „ríki þrælaeigenda11 eða „þjóð hinnar frjálsu vinnu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.