Réttur


Réttur - 01.01.1965, Page 33

Réttur - 01.01.1965, Page 33
R É T T U R 33 sem réðust aí ótrúlegri heift á fólkið og virtust búnir til jafnvel Llóðugra átaka, ef því var að skipta. Það kom fljótt í ljós, að þótt verkamannahópurinn sýndist miklu fámennari, þá höfðu þeir tvöfalt þrek á við hvítliðana og áttu þann leik á borði, að slá hvern einasta hvitliða í svaðið, en verkamenn létu sér nægja að hrinda árásunum, vitandi, að árásarliðinu var uppálagt að æsa menn upp lil hermdarverka svo hægara væri á eftir að draga verkamennina fyrir lög og dóm. Þessi hvítliðaárás er sú hryggilegasta sjón, sem ég hefi augum litið. í litlum bæ, þar sem fólkið kemst ekki hjá því að þekkjast, var hægt að æsa upp fjölda manns til grimmilegra árása á verka- fólk bæjar.ins, sem ekkert hafði unnið til saka og engum þessarra manna gert nokkurt mein, hvílík hryggðarsjón. Mest bar á verzlunar- og skrifstofumönnum og mönnum í opin- berri þjónustu og kannaðist ég við livert andlit, jafnvel mennta- menn fylltu hóp þessarra illv.irkja, og er ég sannfærður um, að eng- an þeirra rak hið minnsta nauð til óhæfuverksins. I þessarri viðureign, 13. marz 1933, kom það glöggt fram, að verkamenn áttu meiri samúð meðal almennings en yfirvöldin reikn- uðu með, bryggjukarlarnir, sem áttu að vinna við skipið, stóðu við hlið félaga sinna, þegar þeir sáu hvað verða vildi, og margir þeir, sem áttu að berja á verkamönnum, höfðust ekki að. Eftir marg- ítrekaðar tilraunir, hurfu hvítliðarnir frá, samtímis losaði Nova festar og lagðist út á Pollinn. Svo þegar árásarliðið og áhorfendur voru horfnir af bryggjunni, stóð verkafólkið þar eftir í frosti og fjúki og réði ráðum sínum, því vitað var, að þólt lagabókin félli í spjöld og úrskurður bæjar- fógeta væri að engu hafður, voru yfirvöld bæjarins í miklum upp- reisnarhug, þessir tötralegu verkamenn á Torfunefsbryggju, sem neiluðu að vinna fyrir fallna mynt, skyldu þvingaðir til undanhalds. í Verkalýðshúsinu við Strandgötuna var sífellt vakandi starf, öllum kröftum var stefnt að einu marki, að standast þrekraunina á hverju sem gengi, konur verkfallsmanna voru mjög virkar i baráttunni, þær sáu um að lialda húsinu hreinu hvern dag, þær gáfu þeim kaffi, sem vaktir stóðu og unnu v.ið hlið manna sinna við dreifingu fregnmiða og söfnun í verkfallssjóðinn, og héldu vakandi sambandi við margt velviljað fólk i bænum, sem vann að því að auka samúð og skilning ahnennings. Formaður Verka- kvennafélagsins Eining var Elísabet Eiríksdóttir, sem átti fáa sína

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.