Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 16

Réttur - 01.03.1941, Page 16
hvaö í honum stóö. Er þetta svona álíka viturlegt og aö fyrirskipa málshöföun fyrir landráö gegn blaö- söludrengjum MorgunblaÖsins og Alþýðublaðsins vegna þess aö í blöðum þessum hafa veriö margar greinar nú um langt skeiö, sem gæti komið til álita dómstólanna hvort ekki brytu í bága viö landráöa- kafla hegningarlaganna. Þó tekur út yfir aö einnig var höfðaö sakamál gegn ritstjórum Þjóðviljans ,vegna skrifa þeirra um þetta mál. En það sem Þjóöviljinn hefur sagt urn málið er í aðalatriðum sem hér segir: 1. Höfundar flugmiðans eru sízt ámælisverðir frá íslenzku sjónarmiði, því tilgangur þeirra var sá einn að reyna að koma í veg fyrir afskipti erlendra her- manna af íslenzkum málum. 2. Þeir, sem að þessu stóöu hafa ekki brotiö staf- krók í íslenzkum lögum. 3. Orðalag miðans heföi gjarna mátt vera þannig, að brezku herstjórninni hefði oröið enn erfiöara, að slíta einstakar setningar út úr samhengi og hengja hatt sinn á þær. Þegar svo er komiö aö höfðað er sakamál gegn mönnum fyrir að halda fram slíkum skoðunum, þá er prentfrelsið í landinu orðið ærið takmarkað. Þá er mönnum ekki lengur leyfilegt að ’túlka mál frá íslenzku sjónarmiöi. Og ákæruvaldið er þá ekki leng- ur íslenzkt, lieldur brezkt. Af því sem hér hefur verið sagt, liggja málin ljóst fyrir frá bæjardyrum hvers íslendings. Staðreyndirn- ar eru þessar: Brezkt hervald hefur haft allvíötæk afskipti af íslenzkri vinnudeilu og aöstoðað annan að- ilann gegn hinum. Allar líkur benda til þess, aó íramkvæmdastjóri eða stjórn Vinnuveitendafélagsins hafi beinlínis fengið hið erlenda vald, til að veita þessa aðstoð. En slík málaleitun er landráðastarf- semi, sem þung refsing liggur við aö íslenzkum lög- 16

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.