Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 30

Réttur - 01.03.1941, Side 30
fyrr eöa nú, er þaö hverjum viti bornum manni ljóst, aö viö erum orönir aöiljar aö henni. Ráöstaf- anir Bandaríkjastjómar hafa leitt þjóðina til þátt- töku í styrjöldinni. Bandaríkin eru oröin fjárhags- legur samherji Englands, og andlegur, ef ekki pólit- ískur þátttakandi í þaráttu Bretaveldis við óvini þess , hvar sem er í heiminum, til þess að reyna aö koma í veg fyrir það, aö heimsvejdinu veröi sundr- aö, en ef þetta skyldi ekki reynast mögulegt, þá er þaö Bandaríkjanna aö gerast erfingi aö þeim verö- mætum, sem bjargast kunna, er Bretaveldi er liðið undir lok. .. Þessar mikilvægu ráöstafanir hafa veriö og em enn þjóö Bandaríkjanna að miklu leyti huldar, og um það má deila, hvort þær voru viturlegar, með hliðsjón af framtíð þjóöarinnar, eða ekki, en slík- ar deilur eru nú algerlega út í bláinn, og ég, fyrir mitt leyti, hef enga löngun til að halda uppi deil- um um það... Bandaríkin hafa, hver svo sem úr- slit styrjaldarinnar veröa, tekið þá stefnu aö efla heimsveldi sitt, bæöi aö því er snertir alþjóðamál og alla aðra þætti þjóöartilverunnar, og taka hvers- konar tækifærum, ábyrgö og hættum, sem slíkri stefnu eru samfara... Jafnvel þótt England kæmist ósigrað út úr þess- ari baráttu, með vorri hjálp, þá hlyti þaö að hafa beðiö slíkt fjárhagstjón og slíkan álitshnekki, að þaö gæti tæplega náð aftur eða haldið þeirri áhrifa- aðstöðu í alþjóðamálum, sem það hefur haft um svo langt skeið. England gæti í mesta lagi orðið auka- aðilji í nýju engilsaxnesku heimsvaldakerfi, þar sem auðlindir Bandaríkjanna, hemaðarmáttur þeirra og flotastyrkur yrði þungamiðjan. Vegur heimsveldis vors liggur til Suður-Ameríku og vestur um Kyrra- haf, og bæði að því er snertir efnahagsvald í nútíma

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.