Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 35

Réttur - 01.03.1941, Page 35
aö hún vissi, þó þeim kæmi þaö ekkert viö, — og svo þóttust þær vera ósköp góðar viö hana. — Hún spratt á fætur, greip bók, sem lá á boröinu, opnaði hana, en fleygði henni strax frá sér, tók upp prjónana sína, settist og prjónaöi nokkrar lykkjur, svo féllu grönnu hendurnar aftur ofan í keltu henn- ar. — Æ, hvernig gengur þér mamma mín? — Ef þú kemur nú með góðar fréttir, skal ég aldrei vera vond við þig framar. — En ef hún kemur svo búin, hvað þá? — Auövitað átti þaö ekki að bitna á henni, held- ur bölvuöum kaupmanninum. En honum gerði þaö víst ekki mikiö til þó hann sviki þær. Ekkert var til- gangslausara, ekkert sárara en aflvana reiði lítil- magnans. Litla klukkan á þilinu tifaöi og tifaöi, úr hinum enda hússins heyröist ómur af léttum kvenmanns- hlátrum og nú heyrðist neöan úr kjallaranum dálítiö þrusk og létt högg með jöfnu millibil. Þaö voru högg- in skósmiösins, sem hún hefði umfram allt viljað flýja. Hún leit á klukkuna. — Hvaö skyldi hún þurfa að bíöa lengi? Aldrei meira en tvo tíma. Klukkan þrjú yrði mamma hennar þó áreiðanlega komin. — Klukk- an þrjú: Hvernig líður okkur þá? — Hún tók aftur upp prjónana og fór að pota áfram peysuermina sína. Og sjávarhljóðið barst inn um gluggann, klukkan tif- aði á þilinu, og neðan úr kjallaranum heyröist ávæn- ingur af umstanginu í vinnustofu skósmiðsins. Frú Málfríður gekk suður götuna. Stofugluggi á næsta húsi stóö opinn, inni heyrðist til hádegisút- varpsins. — Erlendar fréttir — þaö var þá ekki alveg eins framorðið og hún hafði hugsað. Rödd þulsihs barst út á götuna til hennar: Tólf loftárásir voru gerðar á Barcelona síðast liðinn sólarhring. Talið er að sex hundruð manns hafi látið lífið. Á einum stað 35

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.